Áberandi stuðningur við ísraelska lagið

Eurovision | 10. maí 2024

Áberandi stuðningur við ísraelska lagið

Sigurlíkur framlags Ísraels í Ísraels í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eru sagðar hafa aukist nokkuð eftir gærkvöldið. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI birti fyrir slysni niðurstöður símakosningu ítalsks almennings á meðan enn var bein útsending frá keppninni í Malmö.

Áberandi stuðningur við ísraelska lagið

Eurovision | 10. maí 2024

Ítalskir áhorfendur voru ánægðir með framlag Ísraels og studdu lagið …
Ítalskir áhorfendur voru ánægðir með framlag Ísraels og studdu lagið rækilega með atkvæðum sínum. AFP

Sigurlíkur framlags Ísraels í Ísraels í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eru sagðar hafa aukist nokkuð eftir gærkvöldið. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI birti fyrir slysni niðurstöður símakosningu ítalsks almennings á meðan enn var bein útsending frá keppninni í Malmö.

Sigurlíkur framlags Ísraels í Ísraels í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eru sagðar hafa aukist nokkuð eftir gærkvöldið. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI birti fyrir slysni niðurstöður símakosningu ítalsks almennings á meðan enn var bein útsending frá keppninni í Malmö.

Birting niðurstaðna símakosningar úr undankeppni er óheimil þar til aðalkeppni er lokið, en hún fer fram á morgun.

Ítalskur almenningur virðist hafa verið mjög ánægður með framlag Ísraels í Eurovision. Heil 39,31% greiddra atkvæða voru til stuðnings lagsins Hurricane flutt af Eden Golan.

Rauk upp í veðbönkum

Í kjölfar birtingarinnar hefur Ísrael rokið upp í veðbönkum sem setja Hurricane nú sem næst líklegasta framlag til að sigra keppnina.

Athygli vekur að framlag Sviss, sem hefur þótt sigurstranglegt, hafi aðeins hlotið 6,03% atkvæða ítalskra áhorfenda.

Uppfært 09:09: Upphaflega var vakin athygli á að sigurstranglegasta lagið samkvæmt veðbönkum, framlag Króatíu, hafi ekki hlotið atkvæði Ítala. Glöggir lesendur vita að Króatía keppti á þriðjudag og því gátu Ítalir ekki greitt laginu atkvæði í gær. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess.

mbl.is