Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var tónlistargestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtudag. Hún flutti lagið Goddess af nýjustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Edition.
Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var tónlistargestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtudag. Hún flutti lagið Goddess af nýjustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Edition.
Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var tónlistargestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtudag. Hún flutti lagið Goddess af nýjustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Edition.
Laufey töfraði áhorfendur með söng sínum og píanóspili. Tónlistarkonan deildi myndskeiði af flutningnum á Instagram-síðu sinni og hafa tugir þúsunda þegar líkað við færsluna.
Þessi vika hefur verið afar viðburðarrík hjá tónlistarkonunni, en Laufey var meðal boðsgesta á Met Gala-viðburðinum á mánudag. Vakti hún mikla athygli á myntugræna dreglinum í stórglæsilegri hönnum eftir Prabal Gurung.
Frægðarsól Laufeyjar hefur risið hátt undanfarin ár og hún vakið ómælda athygli innanlands og utan.
Laufey hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna í febrúar og kom einnig fram með tónlistarmanninum Billy Joel á verðlaunahátíðinni þegar hann flutti lagið Turn the Light Back on.