Erfitt að koma loftslagsmálum fyrir dómstóla

Loftslagsvá | 11. maí 2024

Erfitt að koma loftslagsmálum fyrir dómstóla

Nýlegur dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um að svissneska ríkið hefði brotið á rétti samtaka eldri kvenna með því að bregðast ekki við loftslagsbreytingum hefur vakið spurningar um hvort ríki, Ísland þar með talið, þurfi að bregðast við á einhvern hátt. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Rétti, segir erfitt sé að koma loftslagsmálum fyrir íslenska dómstóla.

Erfitt að koma loftslagsmálum fyrir dómstóla

Loftslagsvá | 11. maí 2024

Nýlegur dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um að svissneska ríkið hefði brotið á rétti samtaka eldri kvenna með því að bregðast ekki við loftslagsbreytingum hefur vakið spurningar um hvort ríki, Ísland þar með talið, þurfi að bregðast við á einhvern hátt. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Rétti, segir erfitt sé að koma loftslagsmálum fyrir íslenska dómstóla.

Nýlegur dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um að svissneska ríkið hefði brotið á rétti samtaka eldri kvenna með því að bregðast ekki við loftslagsbreytingum hefur vakið spurningar um hvort ríki, Ísland þar með talið, þurfi að bregðast við á einhvern hátt. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Rétti, segir erfitt sé að koma loftslagsmálum fyrir íslenska dómstóla.

„Margt af þessu var, svo það sé sagt, löngu vitað. Það var vitað að ef ekki er gripið til ráðstafana til að vernda þig fyrir umhverfislegum skaða sem hefur áhrif á vellíðan þína og heilsu þá er brotið gegn friðhelgi einkalífs, það er löngu vitað. Það var bara ekki vitað hvernig þetta blasti við í samhengi við loftslagsbreytingar af því þær eru aðeins öðruvísi heldur en tiltekin veiting leyfis vegna tiltekins eiturefnis sem hefur áhrif á þig. Þetta er svo margslungið viðfangsefni eins og losun frá ólíkum stöðum sem öll lönd heimsins hafa eitthvað að gera með hvernig dómstóllinn gæti leyst úr því, það er nýja stóra atriði í þessum dómi.“

Eru ekki mörg slík mál hér á landi sem hægt væri að höfða mál útaf?

„Reyndar er staðan þannig í íslensku réttarumkerfi að það er mjög erfitt að koma svona málum fyrir íslenska dómstóla. Þeir eru gjarnir á að vísa frá, svosem eins og var gert í Sviss, og það mundi þá þurfa, ef farið yrði í svona mál hér, af því að skilyrðin eru svo ströng fyrir þá hagsmuni sem þurf að vera til staðar, þá persónulegu hagsmuni sem mál þarf að hafa á þig til þess að dómur viðurkenni að það sé hlutverk dómsins að leysa úr því.

Svo er svissneski dómurinn mjög áhugaverður hvað varðar félagasamtaka vinkilinn, að þau eigi að komast að með málefni fyrir dómstóla útaf sameiginlegum hagsmunum. Því sniðinn mjög þröngur stakkur hérna heima og félagasamtök, sérstaklega umhverfissamtök, eru ekki með jafn ríkan aðgang að dómstólum eins og tíðkast erlendis þar sem menn styðjast við Árósasamninginn, sem er umhverfissamningur sem kveður beinlínis á um að tryggja félagasamtökum aðgang til þess að reyna á þessa sameiginlegu hagsmuni. Það skortir hérna heima og þar af leiðandi er dómskerfið hér svolítið óaðgengilegt fólki og svolítið óaðgengilegt umhverfismálum að mínu mati.“

mbl.is