Guðdómlega góð frönsk súkkulaðikaka

Uppskriftir | 11. maí 2024

Guðdómlega góð frönsk súkkulaðikaka

Það eru tvær köku sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars vegar djöflatertan hennar ömmu minnar Sjafnar heitinnar og hins vegar þessi franska súkkulaðikaka. Hún er guðdómlega góð og allir súkkulaðiunnendur elska þessa köku. Þessi er fullkomin fyrir helgarbaksturinn.

Guðdómlega góð frönsk súkkulaðikaka

Uppskriftir | 11. maí 2024

Guðdómlega góð frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðibráð.
Guðdómlega góð frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðibráð. Ljósmynd/Sjöfn

Það eru tvær köku sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars vegar djöflatertan hennar ömmu minnar Sjafnar heitinnar og hins vegar þessi franska súkkulaðikaka. Hún er guðdómlega góð og allir súkkulaðiunnendur elska þessa köku. Þessi er fullkomin fyrir helgarbaksturinn.

Það eru tvær köku sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars vegar djöflatertan hennar ömmu minnar Sjafnar heitinnar og hins vegar þessi franska súkkulaðikaka. Hún er guðdómlega góð og allir súkkulaðiunnendur elska þessa köku. Þessi er fullkomin fyrir helgarbaksturinn.

Frönsk súkkulaðikaka eins og hún gerist best

  • 200 g suðusúkkulaði eða 70% dökkt súkkulaði
  • 150 g smjör
  • 4 egg  
  • 200 g sykur ( 2 dl )
  • 1 dl hveiti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða saman súkkulaði og smjör við vægan hita.
  2. Þeytið síðan saman sykur og egg  þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Hellið súkkulaðiblöndu út í og þeytið örlítið.
  4. Hellið síðan hveiti út í og blandið varlega saman við.
  5. Setjið deigið í hringlaga form klætt bökunarpappír.
  6. Setjið inn í ofn og bakið í 35-40 mínútur við 180°C hita.
  7. Takið út og setjið á kökudisk.
  8. Leyfið að kólna aðeins.
  9. Þið veljið hvort þið viljið setja löðrandi súkkulaðibráð yfir kökuna eða bera hana fram skreyta með flórsykri sem sigtaður er yfir og ferskum berjum, eins og jarðarberjum. Bæði er guðdómlega gott. Uppskrift hér fyrir neðan að súkkulaðibráð.

Súkkulaðibráð

  • 150 g suðusúkkulaði
  • 70 g smjör
  • 2-3 msk. síróp

Aðferð:

  1. Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita.
  2. Kælið bráðina í örlitla stund og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.
  3. Skreytið með ferskum berjum ef vill, upplagt að raða berjum með fram kökunni líkt og hér er gert.
mbl.is