Eurovision-fari Hollendinga, Joost Klein, snerti ekki myndatökukonuna sem myndaði hann gegn hans vilja eftir að hann steig af sviðinu í Malmö á fimmtudagskvöld.
Eurovision-fari Hollendinga, Joost Klein, snerti ekki myndatökukonuna sem myndaði hann gegn hans vilja eftir að hann steig af sviðinu í Malmö á fimmtudagskvöld.
Eurovision-fari Hollendinga, Joost Klein, snerti ekki myndatökukonuna sem myndaði hann gegn hans vilja eftir að hann steig af sviðinu í Malmö á fimmtudagskvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu hollensku sjónvarpsstöðvarinnar Avrotros.
Þar segir að Klein hafi verið myndaður eftir flutning á lagi sínu þegar hann var á leiðinn í græna herbergið í tónleikahöllinni í Malmö. Það hafi verið gert „þvert á móti skýru samkomulagi“, en ekki er farið nánar út í hvað slíkt samkomulag hafi falið í sér.
„Joost gaf ítrekað til kynna að hann vildi ekki láta mynda sig. Það var ekki virt. Þetta varð til þess að Joost hreyfði sig á ógnandi hátt í átt að myndavélinni. Joost snerti ekki myndatökukonuna,“ segir í tilkynningunni.
Atvikið var þá tilkynnt og í kjölfar þess rannsakað af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og lögreglunni í Malmö. Klein var þá dæmdur úr keppninni.
Avrotros telur refsinguna vera mjög þunga og óhóflega.