Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið vísað úr keppni og fær því ekki að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem keppanda hefur verið vísað úr keppni þegar hún er hafin.
Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið vísað úr keppni og fær því ekki að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem keppanda hefur verið vísað úr keppni þegar hún er hafin.
Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið vísað úr keppni og fær því ekki að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem keppanda hefur verið vísað úr keppni þegar hún er hafin.
Halla Ingvarsdóttir gjaldkeri FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er stödd í Malmö í Svíþjóð þar sem söngvakeppnin fer nú fram.
Hún segir í samtali við mbl.is að keppninni fylgi alltaf dramatík, það sé ekkert nýtt, en bætir þó við að aðeins meira sé um hneyksli í kringum keppnina í ár miðað við fyrri ár.
Mikil umræða hefur verið í kringum Eurovision-keppnina þetta árið og hafa margir sett sig upp á móti þátttöku Ísraels í keppninni vegna framgöngu þeirra á Gasasvæðinu.
Halla segist hafa tekið ákvörðun að halda í sína Euro-gleði þetta árið. „Hver og einn hugsar þetta út frá sér eðlilega og það er bara hið besta mál,“ segir hún spurð hvort hún finni fyrir því að minni stemning sé fyrir keppninni þetta árið.
„Hér er ég bara með þeim sem tóku sömu ákvörðun og ég, að halda í sína Euro-gleði og njóta.“
Meiri öryggisgæsla er á svæðinu miðað við fyrri ár segir Halla, en þetta er í fimmta skiptið sem hún fer á keppnina.
Hún hefur orðið vör við ein eða tvenn mómæli í Malmö vegna keppninnar.
Spurð hvort meiri titringur sé á svæðinu segist Halla ekki finna fyrir því. „Við vorum pínu stressuð en við erum bara hér, stöndum saman náttúrulega og pössum upp á hvort annað.“
Hún segir dagskrána svo fulla af gleði að hún hafi ekki tíma í hitt. Gleðin sé miklu sterkari en nokkuð annað í kringum hana.