Hollendingurinn mætti í eftirpartíið

Eurovision | 12. maí 2024

Hollendingurinn mætti í eftirpartíið

Hollenski Eurovisi­on­-farinn Joost Klein mætti í eftirpartíi úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni í ár eftir ógnandi hegðun í garð starfsmanns baksviðs.

Hollendingurinn mætti í eftirpartíið

Eurovision | 12. maí 2024

Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn.
Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn. AFP/Jessica Gow

Hollenski Eurovisi­on­-farinn Joost Klein mætti í eftirpartíi úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni í ár eftir ógnandi hegðun í garð starfsmanns baksviðs.

Hollenski Eurovisi­on­-farinn Joost Klein mætti í eftirpartíi úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni í ár eftir ógnandi hegðun í garð starfsmanns baksviðs.

Sænska fréttablaðið Aftonbladet greinir frá. Þar er einnig vakin athygli á því að föruneyti söngvarans sé á leiðinni heim til Hollands en ekki söngvarinn sjálfur.

Joost Klein neitaði að svara fyrirspurnum sænska miðilsins.

Vikið úr keppni

Hol­lend­ing­num var vikið úr keppn­inni, þar sem sænska lög­regl­an hafði verið með til rannsókn­ar ógnandi hegðun Kleins í garð konu sem er starfsmaður fram­leiðslu­teym­is. Var þetta í fyrsta sinn í sögu Eurovision sem keppanda var vísað úr keppni á þessu stigi keppninnar.

Hol­lenska sjón­varps­stöðin Avrot­ros kom Klein til varnar, sagði að hann hafi ekki komið við konuna, en hafi hreyft sig á ógn­andi hátt vegna þess að hann hefði þegar gefið til kynna að hann vildi ekki láta mynda sig. Avrot­ros tel­ur refs­ing­una vera mjög þunga og óhóf­lega.

Aftonbladet vísar í upplýsingar frá lögreglunni að búið sé að ræða við alla sem eiga aðild að málinu og að rannsókn miði vel.

mbl.is