Þriðjungi meira í veiðigjöld

Veiðigjöld | 12. maí 2024

Þriðjungi meira í veiðigjöld

Á fyrsta ársfjórðungi nam álagning veiðigjalda 2.447 milljónum króna, er þetta tæplega þriðjungs aukning frá sama tímabili í fyrra ef undanskilin er loðna sem veiddist á síðasta ári, en engin loðna var veidd þennan veturinn.

Þriðjungi meira í veiðigjöld

Veiðigjöld | 12. maí 2024

Á fyrsta ársfjórðungi var álagning veiðigjalda tæplega 2,5 milljarðar króna. …
Á fyrsta ársfjórðungi var álagning veiðigjalda tæplega 2,5 milljarðar króna. Nokkuð minna en á sama tíma í fyrra einkum vegna loðnubrests. mbl.is/Alfons

Á fyrsta ársfjórðungi nam álagning veiðigjalda 2.447 milljónum króna, er þetta tæplega þriðjungs aukning frá sama tímabili í fyrra ef undanskilin er loðna sem veiddist á síðasta ári, en engin loðna var veidd þennan veturinn.

Á fyrsta ársfjórðungi nam álagning veiðigjalda 2.447 milljónum króna, er þetta tæplega þriðjungs aukning frá sama tímabili í fyrra ef undanskilin er loðna sem veiddist á síðasta ári, en engin loðna var veidd þennan veturinn.

Alls námu veiðigjöld fyrsta ársfjórðungs 1.203 milljónum minna en á sama tímabili í fyrra, en vert er að geta þess að á síðasta ári skilaði loðna um 1.804 milljónum í veiðigjald á fyrsta ársfjórðungi.

Þorskurinn stóð fyrir rúmlega 1.596 milljónum króna í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi og er það ríflega 35% meira en greitt var í veiðigjöld af þorski á sama tímabili í fyrra. Þá voru veiðigjöld vegna ýsu rúmar 426 milljónir króna sem er meira en fjórðungi meira en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.

Nokkrar breytingar á veiðigjöldum ársins 2024 tóku gildi um áramótin og hækkaði gjald á þorsk um 39%. Veiðin hefur þó veruleg áhrif á innheimtu og hafa tekjur af veiðigjaldi tegundarinnar ekki aukist jafn mikið og gjaldið á hvert kíló. Þá hækkaði gjald á ýsu um 12% en vel hefur veiðst og hafa tekjur af gjaldinu aukist um meira en tvöfalt það sem nemur hækkuninni.

Veiðigjald á kolmunna hækkaði til að mynda um 29% um áramótin en skilar 65% meira í veiðigjald á fyrsta ársfjórðungi aðallega vegna þess hve mikill kolmunnakvóti var gefinn út og hve vel veiðar hafa gengið í ár.

Samherji fékk hæstu álagningu veiðigjalda og nam hún tæplega 214 miljónum króna. Á eftir fylgir BRim með 197,7 milljónir, svo Síldarvinnslan með rúmar 138 milljónir króna.

Alls voru átta útgerðir sem fengu álagningu yfir hundrað milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og var það 45% veiðigjalda tímabilsins. Þær 25 útgerðir sem fengu hæsta álagningu stóðu fyrir 1.907 milljónum af veiðigjaldi tímabilsins eða tæplega 78% þess.

mbl.is