Þrír bræður verða í sömu blokkinni

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Þrír bræður verða í sömu blokkinni

„Við bræðurnir höfum alltaf verið samrýndir. Sú lýsing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig málin hafa þróast,“ segir Leifur Guðjónsson úr Grindavík.

Þrír bræður verða í sömu blokkinni

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Frá vinstri talið eru hér bræðurnir Leifur, Ingvar og Einar …
Frá vinstri talið eru hér bræðurnir Leifur, Ingvar og Einar Guð- jónssynir saman á góðri stundu. Verða nú nágrannar í sama húsinu. mbl.is/Eyþór

„Við bræðurnir höfum alltaf verið samrýndir. Sú lýsing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig málin hafa þróast,“ segir Leifur Guðjónsson úr Grindavík.

„Við bræðurnir höfum alltaf verið samrýndir. Sú lýsing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig málin hafa þróast,“ segir Leifur Guðjónsson úr Grindavík.

Þau Leifur og Guðrún María Brynjólfsdóttir kona hans festu á dögunum kaup á íbúð í nýju fjölbýlishúsi í Pósthússtræti 7 í Reykjanesbæ. Slíkt er í frásögur færandi því að í sama hús flytja einnig með fjölskyldum sínum tveir bræður Leifs, þeir Einar og Ingvar. Þeir eru allir Grindvíkingar í húð og hár og starfa við sjávarútveginn hver á sínu sviði.

Nú sér til lands

„Síðustu mánuðir hafa vissulega verið svolítið krefjandi tími, en sem betur fer sér nú til lands,“ segir Leifur. Hann rifjar upp að fyrst eftir rýmingu Grindavíkur hafi hann hafst við með sínu fólki í sumarbústað austur á Flúðum og svo í nokkra mánuði á Kolbeinsstöðum í Suðurnesjabæ. Að undanförnu hafi fjölskyldan verið í leiguíbúð í Hafnarfirði en geti væntanlega í júnímánuði flutt í Pósthússtrætið sem er nærri höfninni í Keflavík; í raun og veru í hjarta bæjarins.

Alls eru 35 íbúðir í húsinu nýja. Grindvíkingar hafa keypt meira en helming þeirra.

„Íbúðirnar við Pósthússtræti eru virklega flottar og vel gerðar. Og þá skiptir miklu máli að sjá þaðan að Þorbirninum, bæjarfjalli okkar Grindvíkinga. Í því felast viss skilaboð, öll ætlum við aftur heim þegar réttar aðstæður skapast. En til að svo megi verða eru eindrægni og samheldni mikilvæg. Leiðinleg umræða til dæmis á samfélagsmiðlum spillir fyrir,“ segir Leifur sem heldur áfram:

Allir að gera sitt besta

„Þegar fólk missir heimili sín, heimabæinn og samfélagið sitt reynir slíkt auðvitað mjög á fólk; eðlilega. Vissulega hafa stjórnvöld komið til móts við okkur með ýmsu móti, þótt sumum finnist að hægt hafi miðað. En svo allrar sanngirni sé gætt þá er slíkt bara eðlilegt: öll mál sem snúa að Grindavík, svo sem uppkaup á fasteignum, eru flókin úrlausnar og taka því eðlilega sinni tíma. Stjórnmálamenn og aðrir sem þessu hafa sinnt eru sannarlega að gera sitt besta.“

mbl.is