Frumkvöðlar bláa hagkerfisins kynna nýsköpun

Frumkvöðlar bláa hagkerfisins kynna nýsköpun

Á fjórða tug frumkvöðlafyrirtækja í bláa hagkerfinu kynna nýsköpun sína á opnu húsi Sjávarklasans á morgun (15. maí) milli 14:00 og 17:00.

Frumkvöðlar bláa hagkerfisins kynna nýsköpun

Nýsköpun og tækni í sjávarútvegi | 14. maí 2024

Hús Sjávarklasans á Granda í Reykjavík verður opið almenningi á …
Hús Sjávarklasans á Granda í Reykjavík verður opið almenningi á morgun. Þar munu á fjórða tug frumkvöðla kynna verkefni sín. mbl.is/Ófeigur

Á fjórða tug frumkvöðlafyrirtækja í bláa hagkerfinu kynna nýsköpun sína á opnu húsi Sjávarklasans á morgun (15. maí) milli 14:00 og 17:00.

Á fjórða tug frumkvöðlafyrirtækja í bláa hagkerfinu kynna nýsköpun sína á opnu húsi Sjávarklasans á morgun (15. maí) milli 14:00 og 17:00.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra opnar  viðburðinn og afhendir hún einnig fjórum einstaklingum sérstaka viðurkenningu Sjávarklasans fyrir fumkvöðlastarf.

Á viðburðinum mun fjöldi verkefni vera kynnt að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjávarklasanum.

Meðal verkefna sem verða kynnt eru:

  • Veiðar með ljósum
  • Fiskur gerður úr grænmeti
  • Kollagen úr fiski
  • Gervigreind á hafinu
  • Amínósýrur úr laxi
  • Laxablóð sem snyrtivara
  • Hrognadrykkur
  • Gömul net breytast í nytjahluti
  • Umhverfisvænt landeldi
  • Roð i sárameðferð
  • Betri orkunýting á hafinu
  • Þjálfun starfsmanna á yfir 100 tungumálum
  • Fiskur úr fiskfrumum
  • Bætt öryggi sjómanna
  • Græn orka á hafinu
  • Umhverfistækni fyrir fiskvinnslur
mbl.is