„Meirihluti þeirra sem sækja hér um hæli er ekki í neyð og er synjað um vernd. Þeir fá engu að síður greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu. Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að tvöföldum árslaunum í löndum á borð við Venesúela,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.
„Meirihluti þeirra sem sækja hér um hæli er ekki í neyð og er synjað um vernd. Þeir fá engu að síður greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu. Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að tvöföldum árslaunum í löndum á borð við Venesúela,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.
„Meirihluti þeirra sem sækja hér um hæli er ekki í neyð og er synjað um vernd. Þeir fá engu að síður greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu. Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að tvöföldum árslaunum í löndum á borð við Venesúela,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um kostnað vegna brottfarar hælisleitenda frá landinu kemur fram að hann hefur meira en 100-faldast. Í fyrra nam fjárhæðin tæpum 78 milljónum króna, samanborið við tæplega 760 þúsund árið 2022.
„Þetta er farið að snúast upp í andhverfu sína og maður spyr sig hvort brottfararstyrkir séu farnir að virka hvetjandi til að koma til landsins,“ segir hann.
„Ég tel nauðsynlegt að endurskoða þetta styrkjakerfi og bind vonir við að við munum sjá fækkun hælisleitenda þegar nýja útlendingafrumvarpið verður að lögum,“ segir Birgir Þórarinsson.
Heildarfjöldi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem fengu synjun, en voru aðstoðaðir fjárhagslega við heimför, var 493 á síðasta ári sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Frá árinu 2018 er fjöldinn alls 698 manns. Á sama tímabili, þ.e. frá 2018 til 2023, fóru 396 einstaklingar frá landinu án fjárhagsaðstoðar eftir synjun um alþjóðlega vernd.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.