Lykillinn að farsælu ástarsambandi að búa í sitthvoru húsinu

Samskipti kynjanna | 14. maí 2024

Lykillinn að farsælu ástarsambandi að búa í sitthvoru húsinu

Leikkonan Sarah Paulson afhjúpaði á dögunum leyndarmálið á bak við farsælt langtímasamband sitt við leikkonuna Holland Taylor. 

Lykillinn að farsælu ástarsambandi að búa í sitthvoru húsinu

Samskipti kynjanna | 14. maí 2024

Sarah Paulson og Holland Taylor opinberuðu samband sitt árið 2015.
Sarah Paulson og Holland Taylor opinberuðu samband sitt árið 2015. AFP

Leikkonan Sarah Paulson afhjúpaði á dögunum leyndarmálið á bak við farsælt langtímasamband sitt við leikkonuna Holland Taylor. 

Leikkonan Sarah Paulson afhjúpaði á dögunum leyndarmálið á bak við farsælt langtímasamband sitt við leikkonuna Holland Taylor. 

Paulson og Taylor hafa verið saman frá því árið 2015. Það vakti mikla athygli þegar þær opinberuðu samband sitt að 32 ára aldursmunur er á þeim, en Paulson er 49 ára á meðan Taylor er 81 árs. 

Búa ekki í sama húsinu

Nýverið sagði Paulson að lykilinn að farsælu langtímasambandi þeirra Taylor sé að búa í sitthvoru húsinu. „Við búum ekki saman, það er eiginlega leyndarmálið,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Smartless. 

„Ég og Holland, við eyðum miklum tíma saman en búum ekki í sama húsi. Við höfum verið saman í langan tíma núna og ég held að hluti af því sé vegna þess að við erum saman þegar við viljum vera saman og erum ekki saman þegar við viljum það ekki,“ bætti hún við. 

Spurð hvort þær hafi íhugað að vera í sitthvoru svefnherberginu frekar en sitthvoru húsinu sagði Paulson: „Nei, því okkur finnst gaman að haldast í hendur þegar við sofnum.“

Vöruð við að sambandið myndi hafa neikvæð áhrif á ferilinn

Paulson og Taylor kynntust fyrst árið 2005, en Paulson hefur viðurkennt að hún hafi hikað við að gera samband þeirra opinbert eftir að hafa verið vöruð við að aldursmunur þeirra myndi hafa neikvæð áhrif á feril hennar. 

„Ég hugsaði: „Ætti ég ekki að gera þetta?“ Og þá hugsaði ég: „Af hverju myndi ég ekki gera þetta?“,“ sagði hún árið 2017. 

„Sú staðreynd að þessi hugsun hafi komið upp, það er rangt af mér. En ég upplifði augnablik af áhyggjum þar sem ég velti fyrir mér hvað fólki fyndist og hvort þau sem vissu þetta ekki um mig myndu segja: „Bíddu, ha?“ En svo, þú veist, gerði ég þetta samt,“ bætti hún við. 

mbl.is