Sara deilir skotheldri Hyrox-æfingu fyrir byrjendur

Heilsurækt | 14. maí 2024

Sara deilir skotheldri Hyrox-æfingu fyrir byrjendur

Á síðustu vikum hefur æfingakerfi sem kallast Hyrox verið að gera allt vitlaust um allan heim. Nú er Hyrox-æðið komið til Íslands líka!

Sara deilir skotheldri Hyrox-æfingu fyrir byrjendur

Heilsurækt | 14. maí 2024

Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir deildi skotheldri Hyrox-æfingu fyrir byrjendur.
Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir deildi skotheldri Hyrox-æfingu fyrir byrjendur. Samsett mynd

Á síðustu vikum hefur æfingakerfi sem kallast Hyrox verið að gera allt vitlaust um allan heim. Nú er Hyrox-æðið komið til Íslands líka!

Á síðustu vikum hefur æfingakerfi sem kallast Hyrox verið að gera allt vitlaust um allan heim. Nú er Hyrox-æðið komið til Íslands líka!

Hefðbundin Hyrox-keppni samanstendur af átta mismunandi stöðvum. Áður en farið er á stöðvarnar er hlaupið einn kílómeter. Á stöðvunum eru metrar í SkiErg-skíðavél, sleða ýtt, sleði togaður með reipi, „burpee“ með langhoppi, róður á róðravél, bóndaganga með tvær ketilbjöllur, framstigsganga með þyngd og svokallaðir „wall balls“. 

Þjálfarinn Sara Davíðsdóttir setti saman skothelda Hyrox-æfingu fyrir byrjendur og deildi á TikTok. Í æfingunni er einungis notast við eigin líkamsþyngd og geta æfingarnar verið skalaðar niður eftir getustigi eða gert erfiðari með því að nota lóð. 

Í æfingu Söru eru fjórar stöðvar í staðinn fyrir átta. Þá er fjórum sinnum hlaupið einn kílómeter á meðan það er gert átta sinnum í hefðbundinni Hyrox-keppni. Æfingin hentar því vel fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í Hyrox-æfingakerfinu eða fyrir þá sem vilja einfaldlega taka góða æfingu sem keyrir púlsinn upp.

Hyrox-æfing fyrir byrjendur: 

  1. 1 km hlaup
  2. 80 hnébeygjur
  3. 1 km hlaup
  4. 80 framstig
  5. 1 km hlaup
  6. 80 mountain climbers
  7. 1 km hlaup
  8. 80 uppsetur
@saradavidsdottir Ég er big HYROX fan ⚡️ Keyrir púlsinn vel upp & auðvelt að skala að sínu getustigi! #hyroxtraining #hyrox #hyroxforbegginers #bodyweightworkout #bodyweighthiit ♬ I Got Summer On My Mind - Jay Dunham
mbl.is