Alls eru 169 einstaklingar sem áður voru umsækjendur um alþjóðlega vernd og komnir í verkbeiðni hjá embætti ríkislögreglustjóra um flutning úr landi, skráðir í lögreglukerfinu LÖKE í stöðunni „finnst ekki”.
Alls eru 169 einstaklingar sem áður voru umsækjendur um alþjóðlega vernd og komnir í verkbeiðni hjá embætti ríkislögreglustjóra um flutning úr landi, skráðir í lögreglukerfinu LÖKE í stöðunni „finnst ekki”.
Alls eru 169 einstaklingar sem áður voru umsækjendur um alþjóðlega vernd og komnir í verkbeiðni hjá embætti ríkislögreglustjóra um flutning úr landi, skráðir í lögreglukerfinu LÖKE í stöðunni „finnst ekki”.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um framkvæmd brottvísana.
„Það þýðir að þeir hafa ekki fundist þegar kom að flutningi úr landi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið reynt að ná í þá. Ekki er vitað hvar þeir eru staddir, þ.e. hvort þeir séu hér á landi eða erlendis,” segir í svarinu.
Fram kemur að tölfræðin taki mið af fjölda verkbeiðna sem hafa borist embættinu frá árinu 2019.