Aflýsir öllum ferðum og sendir liðsauka

Úkraína | 15. maí 2024

Aflýsir öllum ferðum og sendir liðsauka

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur aflýst öllum fyrirhuguðum utanlandsferðum eftir að Rússar hófu að sækja fram í Karkív-hérað í norðausturhluta landsins.

Aflýsir öllum ferðum og sendir liðsauka

Úkraína | 15. maí 2024

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, á fundi í gær.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, á fundi í gær. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur aflýst öllum fyrirhuguðum utanlandsferðum eftir að Rússar hófu að sækja fram í Karkív-hérað í norðausturhluta landsins.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur aflýst öllum fyrirhuguðum utanlandsferðum eftir að Rússar hófu að sækja fram í Karkív-hérað í norðausturhluta landsins.

Frá þessu greinir blaðafulltrúi forsetans og segir hann hafa skipað fyrir um að öllum alþjóðlegum viðburðum á næstu dögum yrði frestað og nýjar dagsetningar fundnar.

Skrifstofa forsetans greinir einnig frá því að liðsauki hafi verið sendur til héraðsins til að verjast framgöngu rússneska hersins.

„Forsetinn hefur fengið skýrslu frá Anatólí Bargilevíts yfirhershöfðingja. Verið er að senda liðsauka og til er varalið,“ segir í tilkynningu frá embættinu.

Afleiðingar sprengjuárásar Rússa í Karkív í gær.
Afleiðingar sprengjuárásar Rússa í Karkív í gær. AFP

Hersveitir dregnar til baka

Greint var frá því í morgun að Úkraínu­menn hefðu dregið her­sveit­ir sín­ar til baka í þó nokkr­um þorp­um í aust­ur­hluta héraðsins Karkív í Úkraínu.

Rúss­ar hafa sótt fram og gert árás­ir á byggðir á svæðinu meðfram landa­mær­un­um að Úkraínu frá því í síðustu viku.

mbl.is