Grindvíkingar eru áberandi í Smárahverfinu í Kópavogi. Í fjölbýlishúsinu Sunnusmára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helmingi þeirra er fólk úr Grindavík. Fleiri þaðan úr bæ sem yfirgefa þurftu heimahaga sína í nóvember síðastliðnum eru í húsum á þessum slóðum, en því hefur tilviljun ein ráðið segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir.
Grindvíkingar eru áberandi í Smárahverfinu í Kópavogi. Í fjölbýlishúsinu Sunnusmára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helmingi þeirra er fólk úr Grindavík. Fleiri þaðan úr bæ sem yfirgefa þurftu heimahaga sína í nóvember síðastliðnum eru í húsum á þessum slóðum, en því hefur tilviljun ein ráðið segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir.
Grindvíkingar eru áberandi í Smárahverfinu í Kópavogi. Í fjölbýlishúsinu Sunnusmára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helmingi þeirra er fólk úr Grindavík. Fleiri þaðan úr bæ sem yfirgefa þurftu heimahaga sína í nóvember síðastliðnum eru í húsum á þessum slóðum, en því hefur tilviljun ein ráðið segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir.
„Hér var fullbyggð blokk og íbúðir til sölu þegar við Grindvíkingar þurftum. Þetta réðst bara af tíma og aðstæðum,“ segir Bentína, sem er gift Marteini Guðbjartssyni sjómanni. Þau eiga tvo syni; átta og ellefu ára, og hefur fjölskyldan að undanförnu verið að koma sér fyrir í snoturri íbúð í áðurnefndu húsi við Sunnusmára.
„Við erum mjög ánægð með íbúðina og lífið er smátt og smátt að komast í eðlilegan farveg. Hjá Breiðabliki hafa Grindavíkurbörnin sem þar taka þátt í íþróttastarfi fengið frábærar móttökur. Sama get ég sagt um Smáraskóla, þar sem yngri strákurinn okkar er. Mér telst svo til að næsta vetur verði sennilega um 30 börn úr Grindavík í Smáraskóla og ég er mjög ánægð með starfið þar,“ segir Bentína sem er íþróttakennari að mennt. Hún hefur að undanförnu kennt börnum úr Grunnskóla Grindavíkur, það er 5.-8. bekk sem eru í safnskólanum við Ármúla í Reykjavík. Verið með þann hóp í íþróttum og sundi – en ætlar næsta vetur að taka sér hlé frá kennslunni.
„Aðstæður að undanförnu hafa tekið á, svo ég þarf hlé frá kennslunni. Verð flugfreyja hjá Icelandair í sumar og vonandi eitthvað lengur,“ segir viðmælandi.
Uppkaup ríkisins á eignum í Grindavík gerðu Bentínu og Marteini mögulegt að komast nánast á sléttu frá eign sinni þar í íbúðina nýju í Sunnusmára.
„Stjórnvöld hafa vissulega komið til móts við Grindvíkinga, en þetta hefur bara tekið alltof langan tíma. Grindavíkurmál hafa nánast verið að gleymast, sem má ekki gerast. En mest um vert er að núna erum við komin í öruggt skjól í Smáranum, eins og svo margir úr Grindavík – góðum bæ sem þekktur var fyrir samheldni,“ segir Guðrún Bentína að síðustu.