Smáskjálftahrina við Sundhnúkagíga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. maí 2024

Smáskjálftahrina við Sundhnúkagíga

Skjálftavirkni jókst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina í kvöld. Skjálftarnir virðast yfirstaðnir en Veðurstofan fylgist grannt með hvort virknin sæki aftur í sig veðrið.

Smáskjálftahrina við Sundhnúkagíga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 15. maí 2024

Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí, sumardaginn fyrsta.
Eldgosinu við Sundhnúkagíga lauk 9. maí, sumardaginn fyrsta. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Skjálftavirkni jókst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina í kvöld. Skjálftarnir virðast yfirstaðnir en Veðurstofan fylgist grannt með hvort virknin sæki aftur í sig veðrið.

Skjálftavirkni jókst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina í kvöld. Skjálftarnir virðast yfirstaðnir en Veðurstofan fylgist grannt með hvort virknin sæki aftur í sig veðrið.

Stutt smáskjálftahrina virðist hafa riðið yfir í Sundhnúkagígaröðinni á milli kl. 18 og 19 í kvöld. Skjálftarnir eru um sjö talsins og allir undir 1 að stærð.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að það sé of snemmt að segja til um hvort þessi aukna smáskjálftavirkni sé forboði kvikuhlaups.

Sérfræðingar fylgjast grannt með jarðhræringunum og eru í góðum samskiptum við almannavarnir, bæti Einar við.

Vakta stöðuna langt inn í nóttina

Veðurstofan og almannavarnir hafa verið á varbergi undanfarna viku eftir að gosinu í Sundhnúkagígaröðinni lauk.

Um 14 rúmmetrar af kviku hafa safnast í kvikuhólfinu undir Svartsengi, að sögn Veðurstofu. Búist er við öðru kvikuhlaupi hvenær sem er, að sögn jarðfræðinga sem mbl.is hefur rætt við.

„Það er einhver smá pása núna,“ segir Einar um skjálftavirknina sem virðist núna hafa stöðvast smá. Síðasti smáskjálftinn reið yfir um kl. 19.20 en síðan þá hefur ekki komið annar skjálfti á svæðinu. 

„Við verðum bara að vakta stöðuna vel inn í nóttina.“

mbl.is