YouTube hamlar aðgengi að mótmælalagi

Mótmælt í Hong Kong | 15. maí 2024

YouTube hamlar aðgengi að mótmælalagi

Miðillinn YouTube hefur hamlað aðgengi að myndskeiðum með lagi sem til varð í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong árið 2019. Er þetta til komið vegna dómsúrskurðar sem féll í Hong Kong. Miklar áhyggjur hafa komið fram um stöðu tjáningarfrelsis í sjálfstjórnarhéraðinu í kjölfar atviksins.

YouTube hamlar aðgengi að mótmælalagi

Mótmælt í Hong Kong | 15. maí 2024

Hong Kong.
Hong Kong. AFP

Miðillinn YouTube hefur hamlað aðgengi að myndskeiðum með lagi sem til varð í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong árið 2019. Er þetta til komið vegna dómsúrskurðar sem féll í Hong Kong. Miklar áhyggjur hafa komið fram um stöðu tjáningarfrelsis í sjálfstjórnarhéraðinu í kjölfar atviksins.

Miðillinn YouTube hefur hamlað aðgengi að myndskeiðum með lagi sem til varð í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong árið 2019. Er þetta til komið vegna dómsúrskurðar sem féll í Hong Kong. Miklar áhyggjur hafa komið fram um stöðu tjáningarfrelsis í sjálfstjórnarhéraðinu í kjölfar atviksins.

Í tilkynningu frá YouTube segir að mikil vonbrigði séu með ákvörðunina en að miðillinn muni fara eftir úrskurðinum. Kemur þó einnig fram að YouTube muni reyna að áfrýja málinu til þess að stuðla að aðgengi upplýsinga fyrir almenning.

Íbúar Hong Kong gátu því ekki horft á myndskeiðin, sem eru 32 talsins, í morgun. Þess í stað birtust skilaboð á síðunni sem sögðu efnið ekki aðgengilegt vegna dómsúrskurðarins.

YouTube.
YouTube. AFP

Yfirvöld áður skipt sér af laginu 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld í Hong Kong reyna að fjarlæga lagið af leitarvélum og netmiðlum. Lagið, sem ber heitið Glory to Hong Kong, var óvart spilað á alþjóðlegum íþróttaviðburðum í fyrra í stað þjóðsöngs Kína. Leiddi það til þess að yfirvöld heimtuðu að miðlar líkt og Google myndu fjarlæga lagið af leitarvélum sínum, án árangurs.

Mikil umræða hefur skapast um stöðu tjáningarfrelsis í ljósi atviksins en Bandaríkin hafa t.a.m. sagt dómsúrskurðinn gífurlegt högg fyrir alþjóðlegt orðspor Hong Kong. Liðsmaður mannréttindasamtakanna Forum-Asia, Cornelius Hanung, hefur kallað úrskurðinn óvenjulega aðgerð sem færir sjálfstjórnarhéraðið nær löndum líkt og Mjanmar og Laos hvað varðar tjáningarfrelsi.

mbl.is