Allir starfsmenn deildar lögreglu sem fer með rannsókn mansalsmála liggja nú yfir gögnum er tengjast viðskiptaveldi Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé.
Allir starfsmenn deildar lögreglu sem fer með rannsókn mansalsmála liggja nú yfir gögnum er tengjast viðskiptaveldi Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé.
Allir starfsmenn deildar lögreglu sem fer með rannsókn mansalsmála liggja nú yfir gögnum er tengjast viðskiptaveldi Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé.
Aðrar deildir lögreglu aðstoða einnig við rannsókn málsins.
Rannsóknin er afar yfirgripsmikil og flókin, að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Davíð situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt bróður sínum og maka vegna gruns um mansal, peningaþvætti, skipulagða brotastarfsemi og brot á atvinnuréttindum útlendinga.
Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir þann 5. mars þar sem veitingastöðum Davíðs, gistiheimili og hóteli var lokað. Hafa þremenningarnir setið í gæsluvarðhaldi síðan þá, eða í rúmar ellefu vikur.
Aðspurð kveðst Elín ekki geta sagt til um hvenær málið fari til ákærusviðs en hún segir málið þó munu enda þar. Allt sé nú í „fullri vinnslu“.