Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.
Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.
Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.
Ásamt Árna munu Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson taka sæti í nefndinni.
Guðný var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023.
Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ár. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í 12 ár.
Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinberra aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefnum Grindavíkurbæjar.
Verkefnið hefur verið undirbúið í góðu samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík, að því er fram kemur í tilkynningu.