Fylgi Katrínar og Höllu Hrundar dalar

Forsetakosningar 2024 | 17. maí 2024

Fylgi Katrínar og Höllu Hrundar dalar

Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur dalar nokkuð á milli kannana í Þjóðarpúlsi Gallup en þær eru þó enn í forystu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Fylgi Katrínar og Höllu Hrundar dalar

Forsetakosningar 2024 | 17. maí 2024

Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir. Samsett mynd

Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur dalar nokkuð á milli kannana í Þjóðarpúlsi Gallup en þær eru þó enn í forystu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur dalar nokkuð á milli kannana í Þjóðarpúlsi Gallup en þær eru þó enn í forystu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Katrín og Halla Hrund mældust með um 25% fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir viku. Katrín mælist nú með 23% fylgi en Halla Hrund 21%. 

Baldur Þórhallsson er þriðji með 19% en ekki er tölfræðilega marktækur munur á milli Katrínar, Höllu Hrundar og Baldurs, að því er segir í frétt RÚV.

Halla Tómasdóttir bætir við sig fylgi

Halla Tómasdóttir mælist nú með 15% fylgi og bætir við sig fjórum prósentustigum á milli kannana.

Aðrir frambjóðendur mælast með svipað fylgi á milli kannana.

Heildarúrtak könnunarinnar voru 2.625 manns og þátttökuhlutfall 52,8%.

mbl.is