Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, áður Quang Lé, til 17. júní.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, áður Quang Lé, til 17. júní.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, áður Quang Lé, til 17. júní.
Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Davíð hefur setið í gæsluvarðhaldi ásamt bróður sínum og maka vegna gruns um mansal, peningaþvætti, skipulagða brotastarfsemi og brot á atvinnuréttindum útlendinga.
Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir þann 5. mars þar sem veitingastöðum Davíðs, gistiheimili og hóteli var lokað. Hafa þremenningarnir setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.