Helga svarar Kára

Kórónuveiran Covid-19 | 20. maí 2024

Helga svarar Kára

Helga Þóris­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi sem er í leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar, segir að mál Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) gegn úrskurði Persónuverndar snúist ekki um sóttvarnir, heldur að ÍE hafi hafið vísindarannsókn áður en tilskilin leyfi lágu fyrir, þ.a.e.s. notað blóðsýni frá sjúklingum án þeirra samþykkis. 

Helga svarar Kára

Kórónuveiran Covid-19 | 20. maí 2024

Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson.
Helga Þórisdóttir og Kári Stefánsson. Samsett mynd

Helga Þóris­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi sem er í leyfi frá störf­um sem for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, seg­ir að mál Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE) gegn úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar snú­ist ekki um sótt­varn­ir, held­ur að ÍE hafi hafið vís­inda­rann­sókn áður en til­skil­in leyfi lágu fyr­ir, þ.a.e.s. notað blóðsýni frá sjúk­ling­um án þeirra samþykk­is. 

Helga Þóris­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi sem er í leyfi frá störf­um sem for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, seg­ir að mál Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE) gegn úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar snú­ist ekki um sótt­varn­ir, held­ur að ÍE hafi hafið vís­inda­rann­sókn áður en til­skil­in leyfi lágu fyr­ir, þ.a.e.s. notað blóðsýni frá sjúk­ling­um án þeirra samþykk­is. 

Þetta rit­ar Helga í Face­book-færslu sem svar við yf­ir­lýs­ingu Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra ÍE. 

Kári sendi yf­ir­lýs­ingu á fjöl­miðla í gær vegna um­mæla Helgu um stöðu ÍE í heims­far­aldr­in­um í viðtali á Rúv. 

Í janú­ar 2022 óskaði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki lyfjaris­ans Am­gen, í tvígang eft­ir því að rík­is­stjórn Íslands myndi lýsa vanþókn­un sinni á ný­legri ákvörðun Per­sónu­vernd­ar. Þetta gerði hann eft­ir að hafa op­in­ber­lega hótað stofn­un­inni máls­höfðun vegna sömu ákvörðunar,“ seg­ir í færslu Helgu. 

Kári sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni í gær að hann hefði ekki hótað máls­höfðun held­ur hefði hann sagst „ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þess­ari einu ákvörðun Per­sónu­vernd­ar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði“.

Gróf und­an hlut­verki Per­sónu­vernd­ar og Vís­indasiðanefnd­ar

Helga nefn­ir að Per­sónu­vernd hafi gert at­huga­semd við það að ÍE hefði farið af stað með vís­inda­rann­sókn án þess að hafa til­skil­in leyfi fyr­ir henni. 

Að gefnu til­efni skal bent á að Per­sónu­vernd gerði eng­ar at­huga­semd­ir við sótt­varn­aráðstaf­an­ir yf­ir­valda í þessu sam­bandi. Þá skal jafn­framt á það bent að marg­ar og víðtæk­ar rann­sókn­ir voru fram­kvæmd­ar um heim all­an í tengsl­um við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeig­andi eft­ir­lits­stofn­ana. Í þess­ari rann­sókn braut Íslensk erfðagrein­ing lög og nýtti bæði for­sæt­is­ráðherra og sótt­varna­lækni til að grafa und­an hlut­verki Per­sónu­vernd­ar og Vís­indasiðanefnd­ar.

Bréfið stílað á ÍE

Þá bend­ir Helga á að Katrín Jak­obs­dótt­ir, mót­fram­bjóðandi henn­ar og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hefði stílað bréf sitt á for­stjóra ÍE, en ekki sótt­varna­lækni. 

Kári vill meina að Katrín hafi stutt sótt­varna­lækni í mál­inu, ekki ÍE sem var ein­göngu að vinna í umboði sótt­varna­lækn­is. 

Seg­ir að í bréf­inu hafi komið fram skýr skoðun ráðherr­ans á því hvernig Per­sónu­vernd hefði átt að leysa úr mál­inu.

Það at­hug­ast hér að Per­sónu­vernd er sjálf­stæð stofn­un með sér­staka stjórn. Hún tek­ur ekki við fyr­ir­mæl­um frá stjórn­völd­um eða öðrum aðilum.

Þá nefn­ir Helga að mál­inu hef­ur verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. 

mbl.is