Fjölskylda Quang Lé áfram í gæsluvarðhaldi

Fjölskylda Quang Lé áfram í gæsluvarðhaldi

Bróðir og kærasta viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í fjórar vikur eða til 18. júní. Hafa þau öll setið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur. 

Fjölskylda Quang Lé áfram í gæsluvarðhaldi

Matvælalager í Sóltúni 20 | 21. maí 2024

Rannsókn miðar vel áfram en er mjög umfangsmikil m.a. vegna …
Rannsókn miðar vel áfram en er mjög umfangsmikil m.a. vegna gagna og yfirheyrsla á erlendum tungumálum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Bróðir og kærasta viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í fjórar vikur eða til 18. júní. Hafa þau öll setið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur. 

Bróðir og kærasta viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í fjórar vikur eða til 18. júní. Hafa þau öll setið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur. 

Þetta staðfestir Jón Gunnar Sigurgeirsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Var gæsluvarðhald yfir Davíð framlengt til 17. júní í gær en þremenningarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan lögregla handtók þau í umfangsmiklum aðgerðum þann 5. mars.

Hægt að fara yfir 12 vikur við sérstakar aðstæður

Í samtali við mbl.is segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, rannsókn miða vel áfram en sé mjög umfangsmikil. Sem dæmi sé mikið af yfirheyrslum og gögnum á erlendum tungumálum sem þarfnist túlka og þýðinga.  

Hafa þau öll setið í gæsluvarðhaldi í um 11 vikur en almennar reglur kveða á um að lögregla eða saksóknari gefi út ákæru þegar sakborningar hafa setið í gæslu varðhaldi í 12 vikur. Munu þau þá hafa setið í gæsluvarðhaldi í um 15 vikur þegar gæsluvarðhald rennur út í júní. 

Aðspurður segir Jón Gunnar það rétt að 12 vikur séu viðmiðið en við sérstakar aðstæður sé hægt að fara fram yfir þann tíma líkt og í þessu tilfelli.

mbl.is