Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og unnusta hans, Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Frosta sem er tveggja ára.
Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og unnusta hans, Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Frosta sem er tveggja ára.
Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og unnusta hans, Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Frosta sem er tveggja ára.
Victor deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram-reikningi sínum, en með færslunni birti hann mynd af sér með tvíburadrengina tvo í barnabílstólum.
„Tvöföld vandræði! #tvíburar Stærsta útgáfan mín hingað til ...,“ skrifaði hann við myndina.
Victor hefur verið að gera það gott í tónlistarheiminum, meðal annars í Kína, og sagði frá því nýverið í viðtali við blaðamann ferðavefs mbl.is.
„Það sem ég hef heyrt er að þau hafa mjög gaman af skandinavíska stílnum í tónlistinni minni og sérstaklega hvernig ég blanda kínverskum „elementum“ við mína tónlist. Fyrsta verkefnið sem ég gerði var einmitt þemalag fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022 og þá vann ég með kínverskum tónlistarmönnum og blandaði okkar stílum saman.
Seinna verkefnið sem ég tók þátt í var að gera þemalag fyrir geimferðaáætlun Kína. Þar vann ég tónlist með frábærri kínverskri söngkonu sem heitir Nerissa Wang og einum þekktasta guzheng hljóðfæraleikara Kína, henni Lucy Luan, en guzheng er kínverskt hljóðfæri með sérstakan hljóm,“ sagði hann í viðtalinu.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!