Áfram er fundað um uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og er stefnt að því að klára verkefnið sem fyrst.
Áfram er fundað um uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og er stefnt að því að klára verkefnið sem fyrst.
Áfram er fundað um uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og er stefnt að því að klára verkefnið sem fyrst.
Þetta segir Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).
Meðal annars er verið að fara yfir málin með tilliti til fjármálaáætlunar ríkisins.
„Það er verið að funda áfram um uppfærsluna og stefnt að því að klára hana sem fyrst,” segir Páll Björgvin, spurður hvort hann geti nefnt nákvæma tímasetningu.
Verkefninu átti að ljúka síðasta sumar en það hefur dregist verulega á langinn.
Spurður á hverju strandi segir Páll Björgvin vinnuna bæði flókna og umfangsmikla. Framgangur fyrirhugaðra verkefna taki mið af því fjármagni sem sé- og verði til staðar á næstu árum.
„Það er verið að vanda sig við að koma þessu rétt fyrir þannig að þetta gangi allt upp. Fjármagn stýrir því sem hægt er að gera, hversu hratt og hver forgangsröðunin er,” bætir hann við.