Heimildirnar klárast hratt

Strandveiðar | 23. maí 2024

Heimildirnar klárast hratt

Það hefur fiskast vel á strandveiðunum frá því að þær hófust 2. maí síðastliðinn og áætl­ar Fiski­stofa að það séu 25 veiðidagar eftir þar til heim­ild­irn­ar sem ráðstafað var starndveiðum klárist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Heimildirnar klárast hratt

Strandveiðar | 23. maí 2024

Birgir Alexandersson er nýliði á strandveiðum og gerir út Tímon …
Birgir Alexandersson er nýliði á strandveiðum og gerir út Tímon SH frá Ólafsvík. Hann hefur eins og margir fiskað vel frá því að veiðar hófust. mbl.is/Alfons

Það hefur fiskast vel á strandveiðunum frá því að þær hófust 2. maí síðastliðinn og áætl­ar Fiski­stofa að það séu 25 veiðidagar eftir þar til heim­ild­irn­ar sem ráðstafað var starndveiðum klárist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Það hefur fiskast vel á strandveiðunum frá því að þær hófust 2. maí síðastliðinn og áætl­ar Fiski­stofa að það séu 25 veiðidagar eftir þar til heim­ild­irn­ar sem ráðstafað var starndveiðum klárist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Strandveiðibátarnir hafa landað 3.060 tonnum á þeim tíu veiðidögum sem liðnir eru, þar af 2.860 tonnum af þorski samkvæmt skráningu á vef Fiskistofu eins og hún var um hádegisbil í gær.

Bátarnir fengu í upphafi vertíðar úthlutaðar heimildir fyrir tíu þúsund tonnum af þorski og eru því aðeins 7.139 tonn af þorski og því margt sem bendir til að heimildirnar klárist í lok næsta mánaðar, en bundnar eru vonir við að ríkið nái að næla sér í frekari þorskkvóta á skiptimarkaði fyrir þann tíma. Það er þó mikil óvissa tengd því hvað fæst í slíkum skiptum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is