„Þessu verður bara mætt með þeim kröftum sem ég hef. Ég mun ekki sætta mig við einhverja áminningu. Þetta er bara vitleysa,“ segir Sigurjón Þórðarson sem gerði sumarið 2022 út strandveiðibátinn Skottu SK-138.
„Þessu verður bara mætt með þeim kröftum sem ég hef. Ég mun ekki sætta mig við einhverja áminningu. Þetta er bara vitleysa,“ segir Sigurjón Þórðarson sem gerði sumarið 2022 út strandveiðibátinn Skottu SK-138.
„Þessu verður bara mætt með þeim kröftum sem ég hef. Ég mun ekki sætta mig við einhverja áminningu. Þetta er bara vitleysa,“ segir Sigurjón Þórðarson sem gerði sumarið 2022 út strandveiðibátinn Skottu SK-138.
Áminningin sem Sigurjón vísar til tengist máli tveggja annarra strandveiðibáta sem Fiskistofa ákvað nýverið að veiðileyfissvipta fyrir það sem stofnunin kallaði „meiriháttar og sérlega vítaverð“ brot. Snýst málið um að skipstjóri Þorgríms SK-27 við löndun afla á Hofsósi í júní 2022 vigtaði eigin afla og afla úr Skottu og Rósborg SI-29 án þess að hafa tilskilin leyfi.
Hann kveðst með alls ekki sekur um eins alvarleg brot og Fiskistofa gefur í skyn og er kominn með lögmann í málið. Stefnt að því að leggja fram stjórnsýslukæru á hendur Fiskistofu vegna málsins.
„Ég á ekki aðra aðkomu að þessu máli en að stofnunin veitir mér áminningu og brotið er að hafa landað fiski á Hofsósi eins og ég hafði gert nokkrum sinnum. Ég veit ekki betur en að staðið hafi verið rétt að hlutunum. Það var engu landað framhjá og það eina sem gerðist er að starfsmaður Skagafjarðarhafna mætti ekki á svæðið,“ segir Sigurjón.
„Ef þetta er stórfellt og vítavert brot, þá er eitthvað mikið að. Þetta sýnir bara að það vanti almenna skynsemi inn á Fiskistofu,“ bætir hann við.
Sigurjón gerir einnig miklar athugasemdir við starfshætti Fiskistofu í málinu. „Í staðinn fyrir að koma niður á höfn og leiðbeina mönnum eru þeir með dróna á lofti í trássi við lög. Þeir sem eru að framfylgja lögum mega ekki beita ólöglegum aðferðum.“
„Það er staðfest af Persónuvernd að þeir fóru á svig við lög, höfðu ekki heimild til þess að gera það sem þau voru að gera. Einnig voru brotin stjórnsýslulög, tilkynntu ekki meðferð málsins. Ég fékk ekki að vita af þessu fyrr en ári seinna eftir að báturinn er seldur. Þá fæ ég eitthvað bréf frá Fiskistofu um eitthvað mál út af löndun í júní 2022.“
Hann segir búið að eyða miklum fjármunum og tíma í mál í algjöru tilgangsleysi. „Þetta er bara sparðatíningur og vitleysa.“
Í ákvörðunum sínum um veiðileyfissviptingu Rósborgar og Þorgríms hafnar Fiskistofa því að notkun ómannaðs loftfars hafi verið ólögmætt. Bendir stofnunin jafnframt á að málatilbúnaður hennar byggi í grunninn á vitnisburði tveggja eftirlitsmanna.