Grænmetiskokkur ársins grillar reyktan beinmerg

Uppskriftir | 24. maí 2024

Grænmetiskokkur ársins grillar reyktan beinmerg

Bjarki Snær Þorsteinsson, matreiðslumaður og landsliðskokkur kom, sá og sigraði í keppninni um titil inn Grænmetiskokkur ársins sem haldin var í apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem keppnin um Grænmetiskokk ársins er haldin en það er Klúbbur matreiðslumeistara sem stendur fyrir keppninni ásamt keppninni um Kokk ársins.

Grænmetiskokkur ársins grillar reyktan beinmerg

Uppskriftir | 24. maí 2024

Grænmetiskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson er nýkrýndur Grænmetis- kokkur ársins 2024. …
Grænmetiskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson er nýkrýndur Grænmetis- kokkur ársins 2024. Hann sviptir hulunni af sínum uppáhaldsgrillrétti. Arnþór Birkisson

Bjarki Snær Þor­steins­son, mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur kom, sá og sigraði í keppn­inni um titil inn Græn­met­iskokk­ur árs­ins sem hald­in var í apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem keppn­in um Græn­met­iskokk árs­ins er hald­in en það er Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara sem stend­ur fyr­ir keppn­inni ásamt keppn­inni um Kokk árs­ins.

Bjarki Snær Þor­steins­son, mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur kom, sá og sigraði í keppn­inni um titil inn Græn­met­iskokk­ur árs­ins sem hald­in var í apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem keppn­in um Græn­met­iskokk árs­ins er hald­in en það er Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara sem stend­ur fyr­ir keppn­inni ásamt keppn­inni um Kokk árs­ins.

Bjarki starfar hjá Lúx veit­ing­um ásamt því að vera meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu. Hann hef­ur mik­inn áhuga á keppn­ismat­reiðslu og seg­ir fátt skemmti­legra en að keppa og taka nýj­um áskor­un­um eins og að taka þátt í keppn­inni um titil­inn Græn­met­iskokk­ur árs­ins. Grill­sum­arið fer líka afar vel í Bjarka og hann svipt­ir hul­unni af sinni upp­á­halds­grillupp­skrift og deil­ir með les­end­um.

Mik­ill heiður að vera fyrst­ur til að vinna keppn­ina

Hvernig til­finn­ing er hafa unnið titil­inn Græn­met­iskokk­ur árs­ins 2024?

„Það er mik­ill heiður að vera fyrst­ur til að vinna keppn­ina Græn­met­iskokk­ur árs­ins. Það var virki­lega gam­an að taka þátt í keppni eins og þess­ari þar sem græn­meti er sett í for­grunn, aðeins erfiðara að búa til heild­ar­rétt úr græn­meti.“

Ertu sjálf­ur meira fyr­ir græn­meti en kjöt?

„Sjálf­ur er ég kjötæta en meðlætið er í raun það sem skipt­ir mestu, all­ir geta eldað góða steik en það er ekki jafn auðvelt að gera eitt­hvað nýtt og skemmti­legt úr græn­meti.“

Þetta er hin fullkomna grillmáltíð sem lýsir smekk Bjarka vel …
Þetta er hin full­komna grill­máltíð sem lýs­ir smekk Bjarka vel og hann par­ar máltíðina með góðu rauðvíni mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvernig und­ir­bjóstu þig fyr­ir keppn­ina?

„Við feng­um að vita um verk­efnið á mánu­degi eða fjór­um dög­um fyr­ir keppni, maður byrj­ar á því að fá aðal­hrá­efnið sem að þessu sinni var í for­rétt grænn asp­as og egg, í aðal­rétt gul­ræt­ur, kantar­ell­ur og po­lenta og í eft­ir­rétt an­an­as og sýrður rjómi. Fyrsta sem maður ger­ir er að teikna upp hug­mynd­ir og svo fer maður að prufa hlut­ina og sjá hvort hlut­irn­ir passi sam­an. Sumt geng­ur og annað ekki, svo á ein­hverj­um tíma­punkti þarf maður að taka ákvörðun um hvað maður ætl­ar að fara með í keppn­ina og æfa það eins vel og hægt er. Þá er mik­il­vægt að vera með gott fólk með sér eins og aðstoðarmann sem hjálp­ar manni að taka rétt­ar ákv­arðanir,“ seg­ir Bjarki.

Var æf­inga­tím­inn lang­ur fyr­ir keppn­ina?

„Þar sem við feng­um bara fjóra daga til að æfa þurfti allt að ger­ast mjög hratt, þetta voru lang­ir dag­ar og eins og síðasta dag­inn vor­um við María Ósk Steins­dótt­ir, aðstoðarmaður minn, í 36 tíma sam­fleytt á æf­ing­um fyr­ir keppn­ina.“

Flank-steikin er lokkandi og tilvalin á grillið í sumar. Gaman …
Flank-steik­in er lokk­andi og til­val­in á grillið í sum­ar. Gam­an er að bera hana fram á viðarbretti með fersk­um kryd­d­jurt­um mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Ómet­an­legt að læra af öðrum

Hvaða hæfi­leika þarf að hafa til að geta unnið keppni eins og þessa?

„Það er mik­il­vægt að vera með metnað fyr­ir því að gera góða græn­met­is­rétti. Það er allt annað að taka þátt í mat­reiðslu­keppni en að vinna í eld­húsi og því er ómet­an­legt að læra af öðrum sem náð hafa langt í mat­reiðslu­keppn­um en þar kem­ur reynsla mín hjá Lúx veit­ing­um sér vel. Einnig er mik­il­vægt að halda góðu skipu­lagi í eld­hús­inu og mat­ur­inn þarf fyrst og fremst að vera bragðgóður og líta vel út. Einnig er mik­il­vægt að vera með gott fólk í kring­um sig, þar ber að nefna Vikt­or Örn, Hinrik Örn, Sigga Helga, Atla Þór, Snæ­dísi landsliðsþjálf­ara og Maríu Ósk mat­reiðslu­nema sem vann þrot­laust með mér og Hinrik sem vann titil­inn Kokk­ur árs­ins í ár.“

Kartöflukrem og grillaður aspas passa vel saman og lyfta máltíðinni …
Kart­öflukrem og grillaður asp­as passa vel sam­an og lyfta máltíðinni upp á hærra plan. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Green Chef í Dan­mörku næsta keppni

Hvað tek­ur við eft­ir þenn­an glæsta sig­ur?

„Næst á dag­skrá er keppn­in Green Chef sem hald­in verður í Dan­mörku á næsta ári. Við verðum tvö sam­an í liði þar, ég og María. Við eig­um að bera fram 3ja rétta mat­seðil á tveim­ur og hálf­um klukku­tíma. Síðan er mark­miðið að halda áfram með kokka­landsliðinu og efla mig enn frek­ar í keppn­ismat­reiðslu,“ seg­ir Bjarki með bros á vör.

Í til­efni þess að grill­sum­arið er hafið deil­ir Bjarki með les­end­um Morg­un­blaðsins sín­um upp­á­halds­grill­rétti ásamt meðlæti. „Upp­á­halds­grill­rétt­ur­inn minn til að byrja grill­sum­arið er al­vöru „dry aged flank“-steik úr Sæl­kera­búðinni ásamt grilluðum asp­as, kart­öflukremi, chimichurri og reykt­um bein­merg með kryd­d­jurt­ara­spi.“

Bjarki toppar máltíðina með ekta chimichurri-sósu sem steinliggur með flank-steikinni.
Bjarki topp­ar máltíðina með ekta chimichurri-sósu sem stein­ligg­ur með flank-steik­inni. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Dry aged flank“-steik bor­in fram með grilluðum asp­as, kart­öflukremi, chimichurri-sósu og reykt­um bein­merg með kryd­d­jurt­ara­spi.

„Dry aged flank“-steik

Fyr­ir 4-5

  • 1 kg dry aged flank-steik
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • 3-5 hvít­lauks­geir­ar
  • ½ búnt rós­marín­grein­ar, rós­marínstilk­arn­ir skorn­ir

Aðferð:

  1. Leyfið steik­inni að ná stofu­hita.
  2. Penslið steik­ina með ólífu­olíu og kryddið vel með salti, rós­marínstilk­um og hvít­lauks­geir­um. Leggið rós­marín­grein­arn­ar og hvít­lauks­geir­ana á steik­ina.
  3. Hitið grillið upp í 250-300°C.
  4. Leggið steik­urn­ar á grillið og steikið í 3-4 mín­út­ur á hvorri hlið, tím­inn fer eft­ir þykkt­inni en kjötið er til­búið þegar það hef­ur náð 52-55°C í kjarn­hita.
  5. Leyfið steik­un­um að hvíla í 5-10 mín­út­ur áður en þær eru born­ar fram.
  6. Það er fal­legt að skera steik­ina í sneiðar og raða á viðarbretti og skreyta með kryd­d­jurt­um.

Grillaður asp­as

  • 1 búnt grænn asp­as (6-8 stk.)
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 sítr­óna, börk­ur­inn rif­inn niður
  • Par­mesanost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið asp­asinn í ál­form eða eld­fast mót og berið á hann smá ólífu­olíu.
  2. Kryddið til með salti og pip­ar. Rífið niður börk af einni sítr­ónu og grillið á fun­heitu grilli.
  3. Takið asp­asinn af grill­inu þegar hann er til­bú­inn og setjið á disk eða ofan á kart­öflumús­ina og rífið niður par­mesanost yfir asp­asinn og berið fram.

Kart­öflukrem

  • 1,2 kg bakaðar kart­öfl­ur
  • 300 g smjör
  • 25 ml rjómi
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°C hita.
  2. Setjið kart­öfl­urn­ar í eld­fast mót eða á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  3. Bakið kart­öfl­ur þar til mjúk­ar eða í um það bil klukku­stund.
  4. Hellið smjöri og rjóma út í pott og hitið ásamt öðrum hrá­efn­um og stappið með kart­öflu­stöppu þar til þið hafið náð þeirri áferð sem þið óskið.
  5. Þið getið sett aðeins meiri eða minni rjóma eft­ir því hversu þykka þið viljið hafa kart­öflumús­ina.
  6. Smakkið til með salti.

Chimichurri

  • 2 dl ferskt kórí­and­er
  • 2 dl fersk stein­selja
  • 4 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • Safi úr ¼ límónu
  • 1 msk. hvít­vín­se­dik
  • ½ – 1 stk. chili
  • 1 ½ dl hágæða ólífu­olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið öll inni­halds­efn­in sam­an í bland­ara.
  2. Ef þið viljið ekki hafa sós­una of sterka hreinsið þá fræ­in úr chili-inu áður en þið setjið
  3. það í bland­ar­ann.
  4. Blandið létt sam­an þannig að sós­an sé gróf­maukuð.

Reykt­ur bein­merg­ur

  • 2 stk. reykt­ur bein­merg­ur (fæst t.d. í Sæl­kera­búðinni)
  • Kryd­d­jurt­ara­sp­ur (sjá upp­skrift)

Aðferð:

  1. Grillið bein­merg­inn á fun­heitu grilli eft­ir smekk og takið síðan af grill­inu og bætið kryd­d­jurt­ara­spi ofan á.
  2. Setjið í eld­fast mót eða ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið í 10 mín­út­ur í ofni við 180°C hita.

Kryd­d­jurt­ara­sp­ur

  • 2 dl pan­ko-rasp­ur eða eft­ir smekk
  • 2-3 msk. smjör eða eft­ir smekk
  • ½ búnt fersk stein­selja
  • ½ búnt timj­an
  • par­mesanost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið pan­ko-rasp með smjöri á meðal­heitri pönnu.
  2. Setjið raspinn síðan í bland­ara ásamt ferskri stein­selju og timj­an og blandið vel sam­an.
  3. Takið úr bland­ar­an­um og bætið par­mesanosti sam­an við og setjið blönd­una yfir bein­merg­inn.
mbl.is