Gríðarlega umfangsmikið og stórt

Gríðarlega umfangsmikið og stórt

„Verkefnið er í vinnslu og ég fengið upplýsingar um að þetta snúist um ýmsar hliðar málsins, bæði hvernig einstökum verkþáttum er raðað upp og hvernig þeir verði síðan fjármagnaðir.“

Gríðarlega umfangsmikið og stórt

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 24. maí 2024

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkefnið er í vinnslu og ég fengið upplýsingar um að þetta snúist um ýmsar hliðar málsins, bæði hvernig einstökum verkþáttum er raðað upp og hvernig þeir verði síðan fjármagnaðir.“

„Verkefnið er í vinnslu og ég fengið upplýsingar um að þetta snúist um ýmsar hliðar málsins, bæði hvernig einstökum verkþáttum er raðað upp og hvernig þeir verði síðan fjármagnaðir.“

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra við mbl.is spurð um tafir við uppfærslu á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Verkefninu átti að ljúka síðasta sumar en það hefur dregist verulega á langinn.

Svandís segir að málið sé gríðarlega umfangsmikið og stórt en undirtóninn sé sá að stjórnvöld átti sig á því hvort sem það sé á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga hversu mikilvægur samgöngusáttmálinn sé fyrir þróun og framtíð höfuðborgarsvæðisins og þar byggðar og samfélags í landinu.

Sérð þú til lands í þessu máli og það geti farið að klárast?

„Ég vænti þess. Mér finnst skipta mjög miklu máli að við sjáum hreyfingu á þessu máli og við sjáum sem allra fyrst niðurstöðu. Ég hef fengið jákvæðar fréttir um að fundir gangi vel og væntanlega getum við farið að sjá raunverulega hreyfingu í þessu stóra og mikilvæga máli,“ segir Svandís.

mbl.is