Lúxus lambakóróna með sumarlegu kartöflusalati og myntu-jógúrtsósu

Uppskriftir | 24. maí 2024

Lúxus lambakóróna með sumarlegu kartöflusalati og myntu-jógúrtsósu

Bjarki Þór Valdimarsson var byrjaður að elda sjálfur ungur enda hefur hann alla tíð haft áhuga á mat og matreiðslu. Grillið var ekki lengi að heilla Bjarka upp úr skónum og enn þann dag í dag er það í miklu uppáhaldi hjá honum. 

Lúxus lambakóróna með sumarlegu kartöflusalati og myntu-jógúrtsósu

Uppskriftir | 24. maí 2024

Bjarki Þór Valdimarsson er mikill matgæðingur og veit fátt betra …
Bjarki Þór Valdimarsson er mikill matgæðingur og veit fátt betra en að nostra við matinn. Samsett mynd

Bjarki Þór Valdi­mars­son var byrjaður að elda sjálf­ur ung­ur enda hef­ur hann alla tíð haft áhuga á mat og mat­reiðslu. Grillið var ekki lengi að heilla Bjarka upp úr skón­um og enn þann dag í dag er það í miklu upp­á­haldi hjá hon­um. 

Bjarki Þór Valdi­mars­son var byrjaður að elda sjálf­ur ung­ur enda hef­ur hann alla tíð haft áhuga á mat og mat­reiðslu. Grillið var ekki lengi að heilla Bjarka upp úr skón­um og enn þann dag í dag er það í miklu upp­á­haldi hjá hon­um. 

Á dög­un­um töfraði Bjarki fram ómót­stæðilega lambakór­ónu með sum­ar­legu kart­öflu­sal­ati og myntu-jóg­úrtsósu sem til­valið er að gæða sér á um helg­ina, en lambakór­ón­an er eitt af upp­á­halds­hrá­efn­um Bjarka. 

„Bæði er lambakór­ón­an fal­leg en einnig er þessi sam­setn­ing fitu og kjöts eins full­kom­in og hugs­ast get­ur, stökk fit­an og dúnamjúkt kjötið tek­ur svo á móti manni. Hér er á ferðinni fersk og skemmti­leg jurta- og sítr­ónu mar­ener­ing sem er í smá miðjarðar­hafs fíl­ing og er myntu jóg­úrtsós­an í sama þema. Sam­setn­ing­in er engu lík!“ seg­ir Bjarki um rétt­inn.

Uppskriftin er fullkomin fyrir helgina!
Upp­skrift­in er full­kom­in fyr­ir helg­ina!

„Þeim leið ef­laust eins og Gor­don Rams­ey“

Bjarki er at­vinnuþyrluflugmaður að mennt en hef­ur ekki starfað við fagið hingað til. Hann held­ur úti sam­fé­lags­miðlin­um Mat­ar­menn þar sem hann birt­ir skemmti­leg upp­skrift­ar­mynd­bönd þar sem mat­ar­ástríða hans skín í gegn. Ásamt því er hann einn af eig­end­um heild­söl­unn­ar og vef­versl­un­ar­inn­ar Korriró, áður Verma, sem sel­ur lífstílsmiðaðar vör­ur. 

Áhugi Bjarka á mat og mat­ar­gerð kviknaði snemma og var hann ung­ur kom­in með sterk­ar skoðanir þegar kom að mat. „Það kom mjög fljót­lega í ljós að það þyrfti frek­ar að halda frá mér mat en að þurfa koma hon­um ofan í mig. Ég vildi alltaf fara út í búð með mömmu og hélst það í gegn­um fram­hald­skól­ann, enda með sterk­ar skoðanir hvað skildi vera í mat­inn hverju sinni. Það sama átti við um frænd­fólk mitt sem fékk mig í pöss­un – þeim leið ef­laust eins og Gor­don Rams­ey þær helg­ar sem ég gisti hjá þeim enda sleikt af disk­in­um,“ seg­ir hann.

Bjarki hefur alla tíð verið hrifinn af grillinu.
Bjarki hef­ur alla tíð verið hrif­inn af grill­inu.

Grillaði kóngakrabba fyr­ir 12 manns í Miami

Bjarki var byrjaður að elda mikið sjálf­ur þegar hann var 15 ára gam­all og var grillið alltaf í miklu upp­á­haldi hjá hon­um. „Síðan þá hef­ur áhug­inn þró­ast og finnst mér fátt skemmti­legra en að fá vini mína og fjöl­skyldu í mat og nostra við mat­ar­gerðina helst all­an dag­inn,“ seg­ir hann.

Í gegn­um árin hef­ur Bjarki grillað ým­is­legt og verið dug­leg­ur að prófa sig áfram. Spurður hvað sé það óvenju­leg­asta sem hann hef­ur prófað að grilla nefn­ir Bjarki kóngakrabba. „Þegar ég var í vinnu­verk­efni í Miami grillaði ég kóngakrabba fyr­ir 12 manns. Það er enn þann dag í dag með því fal­leg­asta sem ég hef grillað. Ég viður­kenni að ég var mjög stressaður því hrá­efnið var svo dýrt og all­ir bún­ir að leggja sam­an í sjóð, en út­kom­an var full­kom­in sem bet­ur fer og all­ir fóru sátt­ir að sofa það kvöldið,“ seg­ir hann. 

Bjarki paraði máltíðina með góðu rauðvíni.
Bjarki paraði máltíðina með góðu rauðvíni.

Lúx­us lambakór­óna með sum­ar­legu kart­öflu­sal­ati og myntu-jóg­úrtsósu

Lambakór­ónu mar­ener­ing

Hrá­efni:

  • Fersk mynta
  • Ferskt timí­an
  • Ferskt rós­marín
  • Sítr­ónusafi
  • Ólífu olía
  • Salt
  • Pip­ar

Aðferð:

  1. At­hugið að hér eru eng­in sér­stök hlut­föll – Bjarki Þór mæl­ir með því að skera nóg af jurt­um og bleyta þær upp með góðri ólífu olíu og smá sítr­ónusafa.
  2. Penslið mar­in­er­ing­unni á lambið og leyfið því að standa í minnst klukku­tíma til sól­ar­hring í kæli.

Sum­ar kart­öflu­sal­at

Hrá­efni:

  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 1 rautt epli
  • 1 pikklaður rauðlauk­ur
  • 2/​3 bolli maj­ónes
  • 2-3 msk. Dijon-sinn­ep
  • 1-2 msk. Whole grain-sinn­ep
  • Ferskt dill eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar í 15-20 mín­út­ur.
  2. Blandið maj­ónesi, Dijon-sinn­epi og Whole grain-sinn­epi sam­an í stóra skál og hrærið vel. 
  3. Skerið eplið og bætið út í skál­ina ásamt pikklaða rauðlaukn­um.
  4. Skrælið og skerið kart­öfl­urn­ar í sirka fjóra bita og blandið sam­an við rest­ina í skál­inni. At­hugið að það má að sjálf­sögðu hafa hýðið á.
  5. Skerið dill gróft og blandið sam­an við.

Myntu-jóg­úrtsósa

Hrá­efni:

  • 1/​2 bolli grískt jóg­úrt
  • 1/​2 lít­il jóg­úr­t­dolla, hein
  • 1/​3 bolli smátt skor­in mynta
  • 2 stk. rifn­ir hvít­laus­geir­ar
  • Safi úr ein­um sítr­ónu­bát
  • 1/​2 tsk. cum­in
  • 1/​4 tsk. cayenne-pip­ar
  • Salt eft­ir smekk
  • Pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið mynt­una smátt.
  2. Blandið öll­um hrá­efn­um í skál og hrærið vel.
View this post on In­sta­gram

A post shared by Mat­ar­menn (@mat­ar­menn)

mbl.is