Flugáhuginn kviknaði óvænt í flugfreyjustarfi hjá WowAir

Vetraríþróttir | 25. maí 2024

Flugáhuginn kviknaði óvænt í flugfreyjustarfi hjá WowAir

Flugmaðurinn Telma Rut Frímannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ferðalögum. Áhugi hennar á flugi kviknaði hins vegar óvænt þegar hún starfaði sem flugfreyja hjá WowAir, en eftir fimm mánuði í starfinu fór hún beinustu leið í atvinnuflugmannsnám hjá Keili sem hún kláraði og starfar í dag sem flugmaður hjá AirAtlanta með réttindi á Boeing 747 vélar. 

Flugáhuginn kviknaði óvænt í flugfreyjustarfi hjá WowAir

Vetraríþróttir | 25. maí 2024

Áhugi Telmu Rutar Frímannsdóttur á flugi kviknaði óvænt þegar hún …
Áhugi Telmu Rutar Frímannsdóttur á flugi kviknaði óvænt þegar hún var 25 ára og fékk starf sem flugfreyja hjá WowAir. Samsett mynd

Flugmaðurinn Telma Rut Frímannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ferðalögum. Áhugi hennar á flugi kviknaði hins vegar óvænt þegar hún starfaði sem flugfreyja hjá WowAir, en eftir fimm mánuði í starfinu fór hún beinustu leið í atvinnuflugmannsnám hjá Keili sem hún kláraði og starfar í dag sem flugmaður hjá AirAtlanta með réttindi á Boeing 747 vélar. 

Flugmaðurinn Telma Rut Frímannsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ferðalögum. Áhugi hennar á flugi kviknaði hins vegar óvænt þegar hún starfaði sem flugfreyja hjá WowAir, en eftir fimm mánuði í starfinu fór hún beinustu leið í atvinnuflugmannsnám hjá Keili sem hún kláraði og starfar í dag sem flugmaður hjá AirAtlanta með réttindi á Boeing 747 vélar. 

„Áhuginn á ferðalögum kviknaði þegar ég var frekar ung. Fjölskyldan mín ferðaðist reglulega erlendis þegar ég var lítil sem var alltaf mjög gaman,“ segir Telma. 

Telma starfar sem flugmaður hjá AirAtlanta og er með réttindi …
Telma starfar sem flugmaður hjá AirAtlanta og er með réttindi á Boeing 747 vélar.

Telma er fædd og uppalinn í Mosfellsbæ og var mikil íþróttamanneskja á sínum yngri árum. Hún æfði karate í 17 ár og keppti fyrir Íslands hönd með landsliðinu, en hún var einnig í handbolta og lék með Aftureldingu frá 15 ára aldri. 

„Ég byrjaði að keppa í karate erlendis þegar ég var 16 ára og þar myndi ég segja að áhuginn fyrir ferðalögum hafi aukist. Ég keppti fyrir Íslands hönd í mörg ár og var yfirleitt að fara í fjórar til fimm keppnisferðir erlendis á ári sem var mjög spennandi,“ segir hún. 

Telma er mikil íþróttamanneskja og æfði bæði karate og handbolta …
Telma er mikil íþróttamanneskja og æfði bæði karate og handbolta á sínum yngri árum.

Hvenær og af hverju ákvaðstu og skrá þig í flugnám?

„Ég fékk ekki áhuga á flugi fyrr en ég var um 25 ára, og sá áhugi kom út frá því að ég fékk vinnu sem flugfreyja hjá WowAir. Enginn í fjölskyldunni minni er flugmaður eða tengdur inn í flugheiminn þannig ég hafði aldrei hugsað út í það að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég vann aðeins í fimm mánuði hjá WowAir og fór svo strax í samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili í júní 2017.“

Flugáhuginn kviknaði út frá starfi Telmu sem flugfreyja.
Flugáhuginn kviknaði út frá starfi Telmu sem flugfreyja.

„Þegar ég byrjaði í náminu hafði ég ekki kynnt mér námið neitt af viti en ég vissi bara að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera og væri fullkomið fyrir mig. Þegar skólinn byrjaði áttaði ég mig á því að bóklegi hlutinn væri meira krefjandi en ég bjóst við – tvisvar sinnum 14 fög, fyrst hjá skólanum og svo hjá samgöngustofu og það á um átta mánuðum. Þetta var allt nýtt sem ég vissi ekkert um svo ég ákvað að flytja á Ásbrú til að einbeita mér að náminu og vera nær skólanum og flugvellinum. Námið gekk vel og náði ég að klára bóklega og verklega hlutann á 21 mánuði.“

Telma flutti á Ásbrú til að einbeita sér betur að …
Telma flutti á Ásbrú til að einbeita sér betur að náminu og vera nær flugvellinum og skólanum.

Hvað er það sem heillar þig við flugið?

„Í fyrsta lagi þá er þetta bara svo ótrúlega gaman. En það skiptist smá í tvennt fyrir mig, það er einkaflugið – að geta bara hoppað upp í þessa litlu vél og farið að fljúga um Ísland. Maður gleymir öllu öðru og er í mómentinu sem er svo æðislegt og svo eigum við svo fallegt land að það skemmir ekki fyrir að fá að sjá það úr loftinu.

Svo er það atvinnuflugið – það er bara svo sturlað að vera uppi í loftinu og vera fær í að stjórna þessu stóra tæki og svo auðvitað að sjá heiminn.“

Telmu þykir flugið virkilega skemmtilegt.
Telmu þykir flugið virkilega skemmtilegt.

Hvað er það besta við starfið?

„Það besta við starfið fyrir utan hversu gaman það er að fljúga er að fá að ferðast um heiminn og upplifa lífið annars staðar og aðra menningarheima. Starfið er svo fjölbreytt, það er enginn dagur eins.“

Telma hefur ferðast víða í starfi sínu.
Telma hefur ferðast víða í starfi sínu.

En mest krefjandi?

„Það sem er mest krefjandi að mínu mati er að sitja svona lengi án þess að „geta hreyft sig“, næturflugin og svo stundum tímamismunurinn. En ég reyni alltaf að koma inn smá hreyfingu eða fara í ræktina eftir löng flug til að koma líkamanum af stað.“

Næturflugin eru eitt af því sem Telma nefnir þegar hún …
Næturflugin eru eitt af því sem Telma nefnir þegar hún er spurð hvað sé mest krefjandi við starfið.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Eigandi heima á Íslandi í kuldanum og leiðindaveðrum held ég að ég sé eins og flestir Íslendingar, sækist í sólarlandaferðir. Þar sem er sól og hiti finnst mér mjög gaman að fara. En svo þar fast á eftir eru skíðaferðir! Þær eru ekkert smá skemmtilegar. Ég hef farið tvisvar núna og ég mun klárlega gera það á hverju ári ef eg hef tíma.“

Sólarlandaferðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Telmu.
Sólarlandaferðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Telmu.

Eftirminnilegasta ferðalagið erlendis?

„Það er erfitt að velja bara eina ferð, en topp tvær ferðirnar myndi ég segja að væru annars vegar þegar ég tók smá skyndiákvörðun og fór til Krítar árið 2022 til vinkonu minnar sem var að safna flugtímum. Ég var með henni þar í tvær vikur að fljúga um eyjarnar í Grikklandi sem var mjög gaman.

Hins vegar er það þegar ég fór til Aserbaídsjan fyrir hönd Íslands að keppa í Karate á Evrópuleikunum 2015. Það var mögnuð upplifun og það næsta sem ég komst að þvi að keppa á Ólympíuleikum.“

Telma fór til Aserbaídsjan árið 2015 þar sem hún keppti …
Telma fór til Aserbaídsjan árið 2015 þar sem hún keppti fyrir Íslands hönd á Evrópuleikum.

En innanlands?

„Þegar ég ferðaðist hringinn í kringum landið í kórónuveirufaraldrinum árið 2020 með Hildi vinkonu minni. Það voru næstum engir túristar sem var alveg geggjað og við náðum að skoða allt landið í „friði“ sem var alveg æðislegt – við eigum svo fallegt land!“

Telma á góðar minningar frá ferðalagi hennar og vinkonu sinnar …
Telma á góðar minningar frá ferðalagi hennar og vinkonu sinnar um landið árið 2020.

Áttu þér uppáhaldsborg í Evrópu?

„Ég verða segja Hamborg í Þýskalandi. Ég átti heima þar rétt hjá þegar ég var lítil og á ennþá mikla tengingu þangað þar sem Amma mín og nokkrir vinir frá barnæsku búa þar. Þannig mér þykir mjög vænt um hana.“

Hamborg í Þýskalandi er uppáhaldsborg Telmu í Evrópu.
Hamborg í Þýskalandi er uppáhaldsborg Telmu í Evrópu.

En utan Evrópu?

„Erfitt að segja en ætla velja Hong Kong, hef reyndar ekki ferðast þangað nema í vinnunni en er búin að vera mikið þar og fá marga daga til að skoða mig um.“

Telma hefur farið þó nokkrum sinnum til Hong Kong með …
Telma hefur farið þó nokkrum sinnum til Hong Kong með vinnunni.

Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi?

„Já það er að fara í Heklubyggð upp í bústað sem mamma og pabba eiga, það er svo mikil ró og svo hlýlegt að vera þar að ég elska það.“

Telma hefur einnig ferðast víða innanlands, en í mestu uppáhaldi …
Telma hefur einnig ferðast víða innanlands, en í mestu uppáhaldi hjá henni er þó að fara upp í sumarbústað.

Besti maturinn sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Get ekki sagt að ég elski að prófa nýjan mat og er ég frekar matvönd en maturinn á Grikklandi og Ítalíu þykir mér mjög góður.“

Telma fékk góðan mat bæði á Grikklandi og Ítalíu.
Telma fékk góðan mat bæði á Grikklandi og Ítalíu.

Hvert dreymir þig um að ferðast?

„Mig dreymir um að ferðast til Japan, það er langefst á listanum mínum og hefur verið lengi. Ég æfði karate í 17 ár og keppti fyrir Íslands hönd í mörg ár. Karate kemur frá Japan og mér finnst ég verða að fara þangað upplifa og skoða þeirra menningu. Það var markmið að fara og horfa á Ólympíuleikanna þar 2020 en út af kórónuveirufaraldrinum var það ekki hægt. En einn daginn kemur að því!“

Draumur Telmu er að ferðast til Japan.
Draumur Telmu er að ferðast til Japan.

Eru einhver ferðalög framundan hjá þér í sumar?

„Ég ferðast náttúrlega mjög mikið í vinnunni en eina ferðalagið utan vinnu sem er planað í sumar er Danmörk með kærastanum mínum hann er að fara keppa í sterkasti maður Norðurlandanna undir 90 kíló og maður verður nú að fara með og hvetja hann áfram þar. En hver veit, við erum mjög „spontant“ þannig gæti alveg verið að maður skelli sér eitthvert annað líka.“

Það er skemmtilegt sumar framundan hjá Telmu!
Það er skemmtilegt sumar framundan hjá Telmu!
mbl.is