Íslenskar konur mun sjálfstæðari en franskar

Spurðu lýtalækninn | 25. maí 2024

Íslenskar konur mun sjálfstæðari en franskar

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að íslenskar konur séu gjörólíkar frönskum konum þegar kemur að lýtaaðgerðum. Hún var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. 

Íslenskar konur mun sjálfstæðari en franskar

Spurðu lýtalækninn | 25. maí 2024

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að íslenskar konur séu gjörólíkar frönskum konum þegar kemur að lýtaaðgerðum. Hún var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að íslenskar konur séu gjörólíkar frönskum konum þegar kemur að lýtaaðgerðum. Hún var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. 

„Þegar frönsk kona kemur í viðtal til lýtalæknis vegna aðgerðar sem er fyrirhuguð þá er makinn alltaf með. Ég er hugsi yfir því. Íslenskar konur eru miklu meiri valkyrjur. Við ákveðum að fara í einhverja aðgerð vegna þess að okkur langar í hana. Ekki vegna þess að maðurinn okkar segir okkur að fara. Við látum drauminn rætast og förum í þessa aðgerð. Það var undantekning í Frakklandi ef frönsk kona mætti ein í viðtal,“ segir Þórdís í Dagmálum. 

„Íslenskar konur eru sjálfstæðari en franskar og við tökum okkar ákvarðanir óháð því sem öðrum finnst.“

mbl.is