Skothelt kartöflusalat með grillkjötinu

Uppskriftir | 25. maí 2024

Skothelt kartöflusalat með grillkjötinu

Hér kemur ein skotheld uppskrift að kartöflusalati sem steinliggur með grillkjötinu í sumar. Ég prófaði þetta kartöflusalat með grilluðum lambakótelettum um daginn það paraðist alveg dásamleg vel saman. Nú má meðlæti vetrarins fara að víkja fyrir kartöflusalötum, grilluðu grænmeti og öðrum sumarkrásum.  Uppskriftin kemur frá Hönnu Thordarson keramiker og sælkera með meiru sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is og passar í raun með öllum grilluðum mat. Það er eitthvað svo rómantískt við að laga heimatilbúið kartöflusalat og gera það að sínu.

Skothelt kartöflusalat með grillkjötinu

Uppskriftir | 25. maí 2024

Þetta kartöflusalat passar vel með öllum grillmat.
Þetta kartöflusalat passar vel með öllum grillmat. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hér kemur ein skotheld uppskrift að kartöflusalati sem steinliggur með grillkjötinu í sumar. Ég prófaði þetta kartöflusalat með grilluðum lambakótelettum um daginn það paraðist alveg dásamleg vel saman. Nú má meðlæti vetrarins fara að víkja fyrir kartöflusalötum, grilluðu grænmeti og öðrum sumarkrásum.  Uppskriftin kemur frá Hönnu Thordarson keramiker og sælkera með meiru sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is og passar í raun með öllum grilluðum mat. Það er eitthvað svo rómantískt við að laga heimatilbúið kartöflusalat og gera það að sínu.

Hér kemur ein skotheld uppskrift að kartöflusalati sem steinliggur með grillkjötinu í sumar. Ég prófaði þetta kartöflusalat með grilluðum lambakótelettum um daginn það paraðist alveg dásamleg vel saman. Nú má meðlæti vetrarins fara að víkja fyrir kartöflusalötum, grilluðu grænmeti og öðrum sumarkrásum.  Uppskriftin kemur frá Hönnu Thordarson keramiker og sælkera með meiru sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is og passar í raun með öllum grilluðum mat. Það er eitthvað svo rómantískt við að laga heimatilbúið kartöflusalat og gera það að sínu.

Upplagt er að skreyta kartöflusalatið annaðhvort með kryddi eða ferskum …
Upplagt er að skreyta kartöflusalatið annaðhvort með kryddi eða ferskum kryddjurtum eins og steinselju eða graslauk. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Kartöflusalat Hönnu

Fyrir 5-6

  • 2 dl grísk jógúrt eða 1 dós sýrður rjómi
  • 125 ml majónes
  • 1 msk. Sweet Relish ( t.d. Boston Gurka frá Felix)
  • 1 tsk. karrí
  • ½ laukur, hakkaður smátt (má nota púrru eða vorlauk í staðinn)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 750 g soðnar kartöflur, skornar í bita
  • Einnig má krydda aðeins með túrmerik, cumin eða/og garam masala

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar, setjið í vatn með smá salti  og látið suðuna látin koma upp. Lækkið þá hitann og sjóðið í 20 mínútur.
  2. Flysjið síðan kartöflurnar, sumir flysja og sjóða svo.
  3. Pískið saman sýrðum rjóma og majónesi, bætið við lauk ásamt Boston Relish, karrí, salti og pipar eftir smekk.
  4. Látið kartöflurnar kólna og skerið síðan í litla bita, bætið síðan við blönduna og blandið vel saman.
  5. Fallegt er að skreyta kartöflusalatið með steinselju eða graslauk rétt áður en það er borið fram.
mbl.is