Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir Kynjaþingi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sjötta sinn í gær. Þingið bar yfirskriftina Jafnrétti fyrir öll? Kvennaverkfall 2023 – hvað svo?
Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir Kynjaþingi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sjötta sinn í gær. Þingið bar yfirskriftina Jafnrétti fyrir öll? Kvennaverkfall 2023 – hvað svo?
Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir Kynjaþingi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sjötta sinn í gær. Þingið bar yfirskriftina Jafnrétti fyrir öll? Kvennaverkfall 2023 – hvað svo?
„Þingið er lýðræðislegur og feminískur vettvangur sem Kvenréttindafélag Íslands skapar fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna að jafnréttismálum í víðum skilningi,“ sagði í tilkynningu en þema þingsins í ár var samtvinnun og kröfur kvennaverkfalls árið 2023.
Kvenkynsforsetaframbjóðendur ræddu um jafnrétti, stjórnmálakonur um pólitíska kvennasamstöðu, aktívistar frá Palestínu um stöðu kvenna á hernumdu svæðnum þar og listafólk um baráttuna gegn ofbeldi. Þá var fjallað um stöðu mæðra fatlaðra barna, um veruleika unglinga í dag og margt fleira.
Á meðal samtaka sem tóku þátt í þinginu voru ASÍ, Bandalag kvenna í Reykjavík, BSRB, kynjafræðikennarar, Kvennaathvarfið, Kvenfélagasamband Íslands, Samtökin´78, Stígamót, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið.