Vöffluuppskriftin hans Baldurs kosningaleyndarmál

Uppskriftir | 26. maí 2024

Vöffluuppskriftin hans Baldurs kosningaleyndarmál

Þessa dagana keppast forsetaframbjóðendurnir við að bjóða upp á besta kosningakaffið og allir eiga þeir sitt uppáhalds á hlaðborðinu. Einnig eru sumar kræsingar vinsælli en aðra og rjúka út um leið og þær eru bornar á borð.

Vöffluuppskriftin hans Baldurs kosningaleyndarmál

Uppskriftir | 26. maí 2024

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir að uppskriftin að vöfflunum á kosningaskrifstofunni …
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir að uppskriftin að vöfflunum á kosningaskrifstofunni sé kosningaleyndarmál. Samsett mynd

Þessa dagana keppast forsetaframbjóðendurnir við að bjóða upp á besta kosningakaffið og allir eiga þeir sitt uppáhalds á hlaðborðinu. Einnig eru sumar kræsingar vinsælli en aðra og rjúka út um leið og þær eru bornar á borð.

Þessa dagana keppast forsetaframbjóðendurnir við að bjóða upp á besta kosningakaffið og allir eiga þeir sitt uppáhalds á hlaðborðinu. Einnig eru sumar kræsingar vinsælli en aðra og rjúka út um leið og þær eru bornar á borð.

Á kosningaskrifstofunni hjá Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðingi og forsetaframbjóðanda til embættis forseta Íslands njóta vöfflurnar mikilla vinsælda. Þegar Baldur er inntur eftir uppskriftinni var hann ekki alveg tilbúinn að gefa leyniuppskriftina en hann er til í að segja frá sinni uppáhaldsköku og deila með lesendum matarvefs mbl.is uppskriftinni.

Uppskriftin kosningaleyndarmál

„Vöfflurnar eru feyki vinsælar hjá okkur enda alltaf góðar og svo meira en bara bakkelsi, þeim fylgir ákveðin hlýja og minningar um vöfflukaffi hjá ömmu. Þegar við Felix vorum á ferð um landið fengum við yndislegt fólk hvaðanæva að, sem tilbúið var að leggja okkur lið við baksturinn. Uppskriftin sjálf er mikið kosningaleyndarmál, en þegar baka á mikið magn af vöfflum er gott að grípa í Vilko pakkana en bæta svo leynihráefni við blönduna. Með vöfflunum á svo alltaf að bjóða upp á rabarbarasultu og rjóma en í dag er fólk að setja alls konar á vöfflurnar sínar. Það geta verið annars konar sultur, súkkulaði, strásykur og jafnvel rjómi, þeyttur með jarðarberjum eða Daim-kurli,“ segir Baldur og glottir.

Stefnum að Norðurlandameti í ofdekri barnabarna

„Á kosningaskrifstofunni okkar við Grensásveg er alltaf heitt á könnunni. Við bjóðum upp á pönnukökur á hverjum morgni en þar er líka að finna bananabrauð, kleinur og skinkuhorn svo fátt eitt sé nefnt. Við pössum okkur að vera með eitthvað í boði fyrir börnin líka, barnabörnin okkar eru líka mikið með okkur niðri á kosningaskrifstofu og við Felix stefnum á Norðurlandamet í ofdekri barnabarna með frjálsri aðferð, svo þessi vöfflubakstur er auðvitað liður í því líka,“ segir Baldur og hlær.

Herragarðskakan hennar ömmu Lóu

Aðspurður segir Baldur að hann eigi sér sína uppáhaldsköku sem honum finnst ómissandi að bjóða upp við stærri tilefni. „Við stærri tilefni eins og þegar við opnuðum kosningaskrifstofuna var úrvalið nær endalaust af hnallþórum og góðgæti. Uppáhalds kökuna mína fékk á jólunum hjá ömmu Lóu, en hún kallaði hana Herragarðsköku. Frænka mín, Hrund Þrándardóttir, gaf út matreiðslubók með uppskriftunum hennar en bókin nefnist Uppskriftir ömmu Lóu. Mig langar að deila með lesendum uppskriftinni að þessari dýrðlegu köku,“ segir Baldur að lokum.

Matreiðslubókin sem ber heitið Uppskriftir ömmu Lóu sem Baldur heldur …
Matreiðslubókin sem ber heitið Uppskriftir ömmu Lóu sem Baldur heldur mikið upp á. Samsett mynd

Herragarðskakan

Botnar

  • 100 g smjörlíki
  • 100 g sykur
  • 2 egg
  • 1 eggjarauða
  • 100 g hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta saman sykur, egg, eggjarauðu og smjörlíki.
  2. Bætið síðan út í hveiti og lyftidufti og hrærið saman við.
  3. Smyrjið tvö kringlótt form í meðalstærð og skiptið síðan deiginu bróðurlega á milli formanna tveggja.
  4. Hitið ofninn í 180°C hita og setjið formin inn.
  5. Þegar botnarnir eru hálfbakaðir er eggjahvítublöndunni bætt ofan á annan botninn og toppar búnir til (sjá uppskrift hér fyrir neðan).
  6. Bakið áfram þar til botnarnir eru full bakaðir að ykkar mati.

Ofan á botna

  • 2 eggjahvítur
  • 2 msk. sykur
  • 2 msk. rúsínur

Aðferð og samsetning:

  1. Eggjahvítur þeyttar, sykri bætt smám saman út í, þar til þær eru orðnar stífþeyttar.
  2. Rúsínum bætt varlega saman við með sleikju.
  3. Eins og áður sagði er eggjahvítublandan sett ofan á annan botninn þegar þeir eru hálfbakaðir og topparnir búnir til.
  4. Útbúið brúnt smjörkrem að eigin vali. Smyrjið smjörkremi á annan botninn án toppanna og setjið síðan botn inn með eggjahvítunni ofan á.
mbl.is