Bæjarstarfsmannafélögin vísa deilu til sáttasemjara

Kjaraviðræður | 27. maí 2024

Bæjarstarfsmannafélögin vísa deilu til sáttasemjara

Starfsmenn bandalags ríkis og bæja og viðsemjendur þeirra eru langt komnir með mörg af sínum málum er snúa að nýjum kjarasamningi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að kjarasamningar séu „á lokametrunum.“ Þrátt fyrir það hafa bæjarstarfsmannafélögin í BSRB vísað deilunni til ríkissáttasemjara. 

Bæjarstarfsmannafélögin vísa deilu til sáttasemjara

Kjaraviðræður | 27. maí 2024

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn bandalags ríkis og bæja og viðsemjendur þeirra eru langt komnir með mörg af sínum málum er snúa að nýjum kjarasamningi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að kjarasamningar séu „á lokametrunum.“ Þrátt fyrir það hafa bæjarstarfsmannafélögin í BSRB vísað deilunni til ríkissáttasemjara. 

Starfsmenn bandalags ríkis og bæja og viðsemjendur þeirra eru langt komnir með mörg af sínum málum er snúa að nýjum kjarasamningi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að kjarasamningar séu „á lokametrunum.“ Þrátt fyrir það hafa bæjarstarfsmannafélögin í BSRB vísað deilunni til ríkissáttasemjara. 

Að sögn hennar er launaliður kjarasamningsins  í takti við það sem hefur verið samið um á almennum launamarkaði en viðræður sambandsins við viðsemjendur að mestu snúið að tvennu. Annars vegar að vaktavinnu og er þeirri vinnu lokið, og hins vegar að jöfnun launa á milli markaða.

Vantar herslumuninn 

Hvers vegna tekur þetta svo langan tíma?

„Við erum að vonast til þess að ná saman fljótlega um jöfnun launa á milli markaða. Samhliða hafa aðildarfélögin hvert fyrir sig verið að semja við ríki og sveitarfélög. Þetta er á lokametrunum en það vantar herslumuninn. Það er alltaf að fækka þessum útafstandandi atriðum,“ segir Sonja.

Að sögn Sonju snúa viðræður félaganna að vissum sérmálum sem skipta aðildarfélögin máli. Í því samhengi hefur Sameyki þegar vísað sínum málum til ríkissáttasemjara og nú hafa bæjarstarfsmannafélögin vísað deilunni til ríkissáttasemjara líka að sögn Sonju.

mbl.is