Berglind Festival tekur ekki þátt í nýjasta tískutrendinu

Fatastíllinn | 27. maí 2024

Berglind Festival tekur ekki þátt í nýjasta tískutrendinu

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er smekkkona með sterkar skoðanir þegar kemur að tísku. Síðasta haust gerði hún eftirminnilega tískuumfjöllun um hina svokölluðu „íslensku sumarkonu“ í Vikunni með Gísla Marteini og nú hefur hún gefið út innslag um nýjasta tískutrendið á TikTok-síðu sinni. 

Berglind Festival tekur ekki þátt í nýjasta tískutrendinu

Fatastíllinn | 27. maí 2024

Berglind Festival ætlar ekki að klæðast nýjasta tískutrendinu, kvartbuxum, í …
Berglind Festival ætlar ekki að klæðast nýjasta tískutrendinu, kvartbuxum, í sumar. Samsett mynd

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er smekkkona með sterkar skoðanir þegar kemur að tísku. Síðasta haust gerði hún eftirminnilega tískuumfjöllun um hina svokölluðu „íslensku sumarkonu“ í Vikunni með Gísla Marteini og nú hefur hún gefið út innslag um nýjasta tískutrendið á TikTok-síðu sinni. 

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er smekkkona með sterkar skoðanir þegar kemur að tísku. Síðasta haust gerði hún eftirminnilega tískuumfjöllun um hina svokölluðu „íslensku sumarkonu“ í Vikunni með Gísla Marteini og nú hefur hún gefið út innslag um nýjasta tískutrendið á TikTok-síðu sinni. 

Tískutrendið sem um ræðir eru svokallaðar kvartbuxur (e. capri pants), sem ná rétt niður fyrir hné, en slíkar buxur voru síðast í tísku um aldamótin og hluti af svokkallaðri Y2K tísku. Buxurnar eiga sér þó sögu sem teygir sig aftur til ársins 1948, en þá kynnti fatahönnuðurinn Sonja de Lennart buxurnar til leiks.

Enska heitið, capri pants, er dregið af ítölsku eyjunni Capri þar sem þær náðu vinsældum seint á sjötta áratugnum. Þá var leikkonan Audrey Hepburn meðal fyrstu kvikmyndastjarnanna sem klæddust buxunum og varð það frægt að Marlyn Manroe ferðaðist alltaf með kvartbuxur með sér. 

Að undanförnu hafa buxurnar aftur orðið áberandi á tískupöllum og samfélagsmiðlum, en það vakti athygli margra þegar áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir deildi myndbandi af sér í buxunum og skrifaði: „Ég trúi ekki að kvartbuxur séu aftur í tísku, elskum við þær eða hötum?“

„Af hverju er alltaf verið að reyna selja mér svona?“

Þó svo að fjölmargir hafi sagt að þeir elski buxurnar, þar á meðal áhrifavaldarnir Tanja Ýr Ástþórsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Ástrós Traustadóttir, þá virðast ekki allir vera sammála.

Berglind Festival birti myndskeið þar sem hún ræddi um þetta nýja tískutrend og sagði sína skoðun, en það vekur athygli að í myndbandinu ræðir hún einnig um skó sem Sunneva skartar einnig í myndbandinu. 

„Sko, ef þið ætlið að segja mér að þetta sé í tísku núna, count me out. Af hverju er alltaf verið að reyna að selja mér svona skó og svona buxur? Þetta er ekki flott á neinum, og ég er með glæsilega leggi sko. En þeir eru samt ógeð ef ég fer í svona. Stop it,“ segir hún í myndbandinu. 

mbl.is