Eflingu rannsókna fagnað

Hafrannsóknastofnun | 27. maí 2024

Eflingu rannsókna fagnað

Jákvæð skref eru stigin í fyrirætlunum um aukna sókn í hafrannsóknum og eflingu stjórnsýslu fiskeldis, með þeim áherslum í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2025-2029 sem liggur fyrir Alþingi. Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerð og eldi séu grunnþættir í verðmætasköpun og hagsæld.

Eflingu rannsókna fagnað

Hafrannsóknastofnun | 27. maí 2024

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson við kaja í Hafnarfjarðarhöfn.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson við kaja í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Jákvæð skref eru stigin í fyrirætlunum um aukna sókn í hafrannsóknum og eflingu stjórnsýslu fiskeldis, með þeim áherslum í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2025-2029 sem liggur fyrir Alþingi. Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerð og eldi séu grunnþættir í verðmætasköpun og hagsæld.

Jákvæð skref eru stigin í fyrirætlunum um aukna sókn í hafrannsóknum og eflingu stjórnsýslu fiskeldis, með þeim áherslum í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2025-2029 sem liggur fyrir Alþingi. Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerð og eldi séu grunnþættir í verðmætasköpun og hagsæld.

Í umsögn SFS er goldinn varhugur við aukinni gjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi. Umfang sértækrar gjaldtöku í þessum greinum sé umfram allt sem þekkist hjá samkeppnisþjóðum. Tryggja þurfi samkeppnishæfni og svigrúm til fjárfestinga.

Mikilvægt er, að mati SFS, að vel sé hugað að rannsóknum á lífríki sjávar og að Hafrannsóknastofnun sé tryggt fé. Slíkt sé forsenda sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum og jákvæðrar kynningar á sjávarútvegi á erlendum mörkuðum. SFS telur því jákvæð skref stigin í fjármálaætlun með því að að auka framlög til hafrannrannsókna og fiskveiðieftirlits um 700 millj. kr. árin 2025-2026 og enn meira í framhaldinu.

mbl.is