Handtekinn í Svíþjóð en sleppt

Óöld í Svíþjóð | 27. maí 2024

Handtekinn í Svíþjóð en sleppt á ný

Ismail Abdo, fyrrverandi millistjórnandi sænsku Foxtrot-samtakanna og hægri hönd „kúrdíska refsins“ Rawa Majid, hefur verið handtekinn í Tyrklandi að sögn þarlenska dagblaðsins Milliyet en eftir það látinn laus á ný gegn greiðslu tryggingafjár.

Handtekinn í Svíþjóð en sleppt á ný

Óöld í Svíþjóð | 27. maí 2024

Ismail Abdo hefur verið handtekinn í Tyrklandi en sleppt á …
Ismail Abdo hefur verið handtekinn í Tyrklandi en sleppt á nýjan leik. Samsett mynd/Sænska lögreglan og X

Ismail Abdo, fyrrverandi millistjórnandi sænsku Foxtrot-samtakanna og hægri hönd „kúrdíska refsins“ Rawa Majid, hefur verið handtekinn í Tyrklandi að sögn þarlenska dagblaðsins Milliyet en eftir það látinn laus á ný gegn greiðslu tryggingafjár.

Ismail Abdo, fyrrverandi millistjórnandi sænsku Foxtrot-samtakanna og hægri hönd „kúrdíska refsins“ Rawa Majid, hefur verið handtekinn í Tyrklandi að sögn þarlenska dagblaðsins Milliyet en eftir það látinn laus á ný gegn greiðslu tryggingafjár.

Abdo, sem gengur undir viðurnefninu „jarðarberið“ eða „jordgubben“ í sænskum undirheimum, var eftirlýstur hjá alþjóðalögreglunni Interpol með svokallaðri rauðri tilkynningu, red notice, en hann sætir ákæru í Svíþjóð og var það ákæruvaldið þar sem lýsti eftir honum.

Grunaður um fjölda brota

„Ég fékk að vita að hann hefði verið handtekinn þegar fjölmiðlar hringdu í mig,“ segir Daniel Jonsson saksóknari í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT en Abdo liggur undir grun fyrir að hafa lagt á ráðin um fjölda ofbeldisverka í Svíþjóð undanfarið en ekkert lát hefur verið þar í landi á átökum milli glæpagengja síðustu misseri. Auk þess er honum borið á brýn að hafa smyglað fíkniefnum til landsins.

Handtók tyrkenska lögreglan hann í bifreið með öðrum eftir að í ljós kom að skammbyssa var í bifreiðinni ásamt skotheldu vesti. Báðum var síðar sleppt úr haldi, Abdo gegn greiðslu 20.000 tyrkneskra líra, jafnvirði um 85.000 íslenskra króna.

Ekki er ljóst hvað varð til þess að báðum mönnunum var sleppt, en Abdo er tyrkneskur ríkisborgari og fæst því að sögn Jonssons saksóknara ekki framseldur til Svíþjóðar.

Sænska utanríkisráðuneytið kveðst í svari til SVT ekki þekkja til málsins að öðru leyti en því er fjölmiðlar hafi greint frá.

SVT

SR

Svenska Dagbladet

mbl.is