„Snýst um metnaðinn að ná árangri“

Útskriftir | 27. maí 2024

„Snýst um metnaðinn að ná árangri“

„Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á gott nám og hef mjög lengi haft gríðarlega mikinn áhuga á viðskiptum og þess vegna fór ég upphaflega í Verslunarskólann,“ segir Róbert Dennis Solomon sem á laugardaginn útskrifaðist með láði frá Verslunarskóla Íslands með meðaleinkunnina 9,8 af hagfræðilínu viðskiptabrautar skólans, sem er þriðja hæsta meðaleinkunnin í árganginum.

„Snýst um metnaðinn að ná árangri“

Útskriftir | 27. maí 2024

Róbert segir góðan aga og metnað vera þau gildi sem …
Róbert segir góðan aga og metnað vera þau gildi sem hann lærði af foreldrum sínum og þau séu lykilatriði í því að ná góðum árangri. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á gott nám og hef mjög lengi haft gríðarlega mikinn áhuga á viðskiptum og þess vegna fór ég upphaflega í Verslunarskólann,“ segir Róbert Dennis Solomon sem á laugardaginn útskrifaðist með láði frá Verslunarskóla Íslands með meðaleinkunnina 9,8 af hagfræðilínu viðskiptabrautar skólans, sem er þriðja hæsta meðaleinkunnin í árganginum.

„Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á gott nám og hef mjög lengi haft gríðarlega mikinn áhuga á viðskiptum og þess vegna fór ég upphaflega í Verslunarskólann,“ segir Róbert Dennis Solomon sem á laugardaginn útskrifaðist með láði frá Verslunarskóla Íslands með meðaleinkunnina 9,8 af hagfræðilínu viðskiptabrautar skólans, sem er þriðja hæsta meðaleinkunnin í árganginum.

Þá vann hann til þrennra verðlauna, fyrir framúrskarandi árangur í hagfræði og þýsku á stúdentsprófi og svo hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi frá Aldarafmælissjóði Verslunarskólans.

Féhirðir nemendafélagsins

Róbert sinnti embætti féhirðis nemendafélagsins á þessu skólaári, enda segist hann alltaf hafa haft mjög gaman af félagsstörfum.

„Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt og ég þurfti að vera í samskiptum við mjög marga, nefndarmeðlimi, nemendur, skólastjórnendur og fyrirtæki. Svo þarf að halda utan um alls konar upplýsingar sem tengjast fjármálum nefnda og nemendafélagsins í heild. En ég er mjög stoltur af því sem við unnum saman í nemendafélaginu og er þakklátur fyrir samstarfið.“

Þá hefur Róbert einnig verið stjórnarmeðlimur hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og var varaformaður Ungra fjárfesta.

Á leiðinni í Wharton

Þegar hann er spurður hvort hann liggi yfir skólabókunum allan sólarhringinn til þess að ná þessum árangri segir hann það ekki vera. „Þetta snýst mest um að hafa metnaðinn til að ná árangri og gera eins vel og maður getur,“ segir hann. „Það var oft krefjandi að halda svona mörgum boltum á lofti, bæði í náminu og félagsstörfum, en með dugnaði, góðu skipulagi og góðu hugarfari er allt hægt.“

Í haust mun Róbert hefja grunnnám í The University of Pennsylvania, sem er einn af átta svokölluðum Ivy League-háskólum Bandaríkjanna. Róbert fer í Wharton School of Business, viðskiptaskóla háskólans, sem er talinn einn besti viðskiptaháskóli í heimi og margir frægir viðskiptamógúlar hafa stundað nám þar, og má þar nefna m.a. Elon Musk, Warren Buffett og Robert S. Kapito.

13 milljónir króna á ári

„Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast í þennan skóla en á seinasta ári sóttu 59.000 nemendur um og aðeins 5,8% þeirra komust inn,“ segir Róbert, sem sótti einnig um fleiri fræga skóla og komst þar inn líka.

„Já, það er skemmtilegt að segja frá því að ég komst líka í fleiri skóla sem eru taldir með þeim bestu í heiminum, eins og London School of Economics and Political Science, Imperial College London og King’s College London. Ég taldi hins vegar Wharton bjóða upp á besta viðskiptanámið og þá sérstaklega í fjármálum og því valdi ég hann.“

Námið í þessum fræga skóla er hins vegar ekki ókeypis og kostar árið rúmlega 13 milljónir „Námið er gríðarlega dýrt og ég er stöðugt að leita að styrktaraðilum og hvet alla einstaklinga og fyrirtæki sem hafa einhverjar tillögur um fjáröflun að hafa samband við mig á Facebook,“ segir Róbert.

Svarta beltið

Róbert fæddist á Íslandi en foreldrar hans eru frá Rúmeníu. Hann segir að foreldrar sínir hafi alltaf lagt mikla áherslu að hann myndi leggja sig fram í öllu sem hann tæki sér fyrir hendur. Róbert er með svarta beltið í karate sem hann fékk árið 2021, en hann byrjaði að æfa hjá karatedeild Breiðabliks árið 2013.

„Þetta er mjög skemmtileg og áhugaverð íþrótt og kennir manni mikinn aga og það að ef maður leggur sig mikið fram þá nær maður árangri. Það hvetur mig til að gera mitt besta,“ segir hann. Róbert hyggst vinna í fjármálum þegar fram líða stundir, en í sumar er hann að vinna hjá Landsbankanum.

„Ég hlakka mjög mikið til að fara í nám til Bandaríkjanna, kynnast nýju fólki, takast á við næstu áskoranir og víkka sjóndeildarhringinn,“ nefnir hann í lokin.

mbl.is