Freyr Gígja og Júlía selja Vesturbæjarmolann

Heimili | 28. maí 2024

Freyr Gígja og Júlía selja Vesturbæjarmolann

Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður á Rúv hafa sett einstaklega fallega íbúð sína við Dunhaga á sölu. Um er að ræða 99 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1957. 

Freyr Gígja og Júlía selja Vesturbæjarmolann

Heimili | 28. maí 2024

Freyr Gígja Gunnarsson og Júlía Margrét Alexandersdóttir.
Freyr Gígja Gunnarsson og Júlía Margrét Alexandersdóttir.

Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður á Rúv hafa sett einstaklega fallega íbúð sína við Dunhaga á sölu. Um er að ræða 99 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1957. 

Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður á Rúv hafa sett einstaklega fallega íbúð sína við Dunhaga á sölu. Um er að ræða 99 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1957. 

Íbúðin er vel skipulögð með tveimur samliggjandi rýmum sem nýtast sem stofa og borðstofa. Eldhúsið er opið inn á gang sem snýr að borðstofunni og svo er herbergisgangur í íbúðinni. 

Parket er á gólfum og út af borðstofunni eru skjólagóðar suðursvalir. 

Heimili Júlíu og Freys er fallega innréttað með vönduðum húsögnum, listmunum og málverkum. Hver hlutur er á sínum stað og smekklegheitin allsráðandi. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Dunhagi 13

mbl.is