Lúsahreinsun á laxi í heitu baði

Fiskeldi | 28. maí 2024

Lúsahreinsun á laxi í heitu baði

Norskur brunnbátur, Ronja Strand, er nú á Tálknafirði og er þar notaður við aflúsun á laxi. Um borð í bátnum eru tæki þar sem heitur sjór rennur í gegn og þannig er laxinn hreinsaður af lús sem getur verið mjög hvimleið.

Lúsahreinsun á laxi í heitu baði

Fiskeldi | 28. maí 2024

Brunnbáturinn, Ronja Strand, við bryggjuna á Tálknafirði.
Brunnbáturinn, Ronja Strand, við bryggjuna á Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Norskur brunnbátur, Ronja Strand, er nú á Tálknafirði og er þar notaður við aflúsun á laxi. Um borð í bátnum eru tæki þar sem heitur sjór rennur í gegn og þannig er laxinn hreinsaður af lús sem getur verið mjög hvimleið.

Norskur brunnbátur, Ronja Strand, er nú á Tálknafirði og er þar notaður við aflúsun á laxi. Um borð í bátnum eru tæki þar sem heitur sjór rennur í gegn og þannig er laxinn hreinsaður af lús sem getur verið mjög hvimleið.

Á föstudaginn var verið að hreinsa fisk í kvíum Arctic Fish en áhöfnin mun einnig vinna fyrir Arnarlax sem sömuleiðis er með eldi vestra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Í rauninni má segja að núna sé fiskurinn settur í bað. Þetta eru mjög mikilvægar fyrirbyggjandi aðgerðir svo lúsin í laxinum nái sér ekki á strik. Hér förum við mjög umhverfisvænar leiðir og notum engin lyf við hreinsunina. Nú er fiskurinn hér í firðinum í vaxtarferli, fer í slátrun á haustmánuðum, þá orðinn um það bil fimm kíló,“ segir Egill Ólafsson, rekstrarstjóri Arctic Fish á Tálknafirði, í samtali við Morgunblaðið.

mbl.is