Sturlað góður rauðlaukur á hamborgarann

Uppskriftir | 28. maí 2024

Sturlað góður rauðlaukur á hamborgarann

Hér er uppskrift að heimagerðum rauðlauk sem er sturlað góður og steinliggur á hamborgarann. Hanna Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is er snillingur þegar kemur að þessu nostri í matargerðinni eins og meðlæti sem lyftir réttunum á hærra plan. Næst þegar grilla á hamborgara er upplagt að prófa að vera með sultaðan rauðlauk og piparrótarsósu á hamborgaranum þannig að úr verði sælkeraborgari. Hægt er að gera sultaða rauðlaukinn fyrirfram því hann geymist vel í kæli í lokuð íláti.

Sturlað góður rauðlaukur á hamborgarann

Uppskriftir | 28. maí 2024

Sultaður rauðlaukur passar mjög vel ofan á grillaðan sælkeraborgara.
Sultaður rauðlaukur passar mjög vel ofan á grillaðan sælkeraborgara. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hér er uppskrift að heimagerðum rauðlauk sem er sturlað góður og steinliggur á hamborgarann. Hanna Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is er snillingur þegar kemur að þessu nostri í matargerðinni eins og meðlæti sem lyftir réttunum á hærra plan. Næst þegar grilla á hamborgara er upplagt að prófa að vera með sultaðan rauðlauk og piparrótarsósu á hamborgaranum þannig að úr verði sælkeraborgari. Hægt er að gera sultaða rauðlaukinn fyrirfram því hann geymist vel í kæli í lokuð íláti.

Hér er uppskrift að heimagerðum rauðlauk sem er sturlað góður og steinliggur á hamborgarann. Hanna Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is er snillingur þegar kemur að þessu nostri í matargerðinni eins og meðlæti sem lyftir réttunum á hærra plan. Næst þegar grilla á hamborgara er upplagt að prófa að vera með sultaðan rauðlauk og piparrótarsósu á hamborgaranum þannig að úr verði sælkeraborgari. Hægt er að gera sultaða rauðlaukinn fyrirfram því hann geymist vel í kæli í lokuð íláti.

Sultaður rauðlaukur er gott meðlæti með mörgu og um að …
Sultaður rauðlaukur er gott meðlæti með mörgu og um að gera að prófa sig áfram. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Sultaður rauðlaukur að hætti Hönnu

  • 2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í þunnar sneiðar
  • ½ dl balsamik
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður eða saxaður fínt
  • 2 msk. hunang
  • 1 msk. olía
  • ½ – 1 msk. sykur
  • Nýmalaður pipar

Aðferð:

  1. Setjið niðurskornar lauksneiðar í pott ásamt öðru hráefni og hitið að suðu.
  2. Látið sjóða á meðalhita í 35 – 45 mínútur eða þar til mest af vökvanum hefur gufað upp og blandan er orðin sultukennd.
  3. Munið að hræra í öðru hvoru þannig að blandan brenni ekki við, sérstaklega í lokin.
  4. Setjið í hreina krukku með loki og geymið í kæli.
  5. Berið fram með hamborgaranum eða því sem hugurinn girnist.
mbl.is