Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins

Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins

Íbúar Kársness voru í dag boðaðir á samráðsfund Kópavogsbæjar um skipulagsvinnu framundan á vestanverðu Kársnesinu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir fundinn hafa verið vel sóttan og mikilvægt að eiga samtal við bæjarbúa um svæðið. Hún bendir á að með tilkomu Fossvogsbrúar verði Kársnesið miðpunktur á höfuðborgarsvæðinu.

Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 29. maí 2024

Íbúar lögðu áherslu á að varðveita sögu svæðisins, tryggja græn …
Íbúar lögðu áherslu á að varðveita sögu svæðisins, tryggja græn svæði, göngustíga meðfram strandlengjunni og góða þjónustu á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Íbúar Kársness voru í dag boðaðir á samráðsfund Kópavogsbæjar um skipulagsvinnu framundan á vestanverðu Kársnesinu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir fundinn hafa verið vel sóttan og mikilvægt að eiga samtal við bæjarbúa um svæðið. Hún bendir á að með tilkomu Fossvogsbrúar verði Kársnesið miðpunktur á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúar Kársness voru í dag boðaðir á samráðsfund Kópavogsbæjar um skipulagsvinnu framundan á vestanverðu Kársnesinu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir fundinn hafa verið vel sóttan og mikilvægt að eiga samtal við bæjarbúa um svæðið. Hún bendir á að með tilkomu Fossvogsbrúar verði Kársnesið miðpunktur á höfuðborgarsvæðinu.

Vilja varðveita sögu Kársness

„Það má í raun segja að þetta hafi verið vinnufundur með bæjarbúum og fyrsta skrefið í þeirri skipulagsvinnu sem við erum að hefja á Kársnesinu,“ segir Ásdís.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hún segir þátttöku á fundinum hafa verið góða og margar hugmyndir komið fram:

„Það sem stóð upp úr var áhugi hjá bæjarbúum að varðveita sögu Kársness, tryggja græn svæði, göngustíga meðfram strandlengjunni og góða þjónustu á svæðinu.“

Miðpunktur í mótun

Ásdís bendir á að verið sé að skipuleggja höfnina á vestanverðu Kársnesinu og að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu. Með tilkomu Fossvogsbrúar muni svæðið gegna veigameira hlutverki í skipulagi höfuðborgarsvæðisins en áður:

Ætla má að Kársnes verði fjölsóttari staður með tilkomu Fossvogsbrúar, …
Ætla má að Kársnes verði fjölsóttari staður með tilkomu Fossvogsbrúar, að mati bæjarstjórans í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar Fossvogsbrúin kemur þá verður Kársnesið miðpunktur höfuðborgarsvæðisins og framundan því áhugaverð uppbygging á svæðinu. Áður en við förum að ramma inn skipulagið á svæðinu fannst okkur mikilvægt að eiga samtal við bæjarbúa, heyra hverjar áherslur þeirra eru og hugmyndir gagnvart svæðinu og þeirri uppbyggingu sem er framundan.“

Ásdís segir að stjórnendur bæjarins muni vinna áfram með hugmyndir bæjarbúa á næstunni og að kynning á skipulagsvinnu bæjarstjórnar verði með haustinu.

mbl.is