Móðir Beyoncé opnar sig um einelti dóttur sinnar

Poppkúltúr | 29. maí 2024

Móðir Beyoncé opnar sig um einelti dóttur sinnar

Stórstjarnan Beyoncé hefur ekki alltaf átt daga sæla en móðir hennar, Tina Knowles, segir í myndbandi fyrir Vogue að tónlistarkonan hafi verið afar feimin og verið lögð í einelti sem barn. Knowles bætir við að Beyoncé hafi alltaf haft hugrekki til að standa upp fyrir þeim sem minna mega sín.

Móðir Beyoncé opnar sig um einelti dóttur sinnar

Poppkúltúr | 29. maí 2024

Tónlistarkonan Beyoncé.
Tónlistarkonan Beyoncé. mbl.is/AFP

Stórstjarnan Beyoncé hefur ekki alltaf átt daga sæla en móðir hennar, Tina Knowles, segir í myndbandi fyrir Vogue að tónlistarkonan hafi verið afar feimin og verið lögð í einelti sem barn. Knowles bætir við að Beyoncé hafi alltaf haft hugrekki til að standa upp fyrir þeim sem minna mega sín.

Stórstjarnan Beyoncé hefur ekki alltaf átt daga sæla en móðir hennar, Tina Knowles, segir í myndbandi fyrir Vogue að tónlistarkonan hafi verið afar feimin og verið lögð í einelti sem barn. Knowles bætir við að Beyoncé hafi alltaf haft hugrekki til að standa upp fyrir þeim sem minna mega sín.

„Hún stóð ekki upp fyrir sjálfri sér, en hún gerði það fyrir aðra. Ég fæ kökk í hálsinn við að tala um það. Ég bara gæti ekki hafa verið stoltari af henni.“

Beyoncé á yngri systur, Solange Knowles 37 ára, og eldri stjúpsystur, Biöncu Lawson 45 ára, en Knowles segir að dætur hennar hafi allar verið ólíkar í æsku. 

„Öll börn eru ólík! En líka mjög sérstök. Ég trúi að börn séu fædd með sinn persónuleika. Stelpurnar mínar þrjár gerðu allar hlutina á mjög mismunandi vegu. Lærðu á persónuleika barna þinna og berðu virðingu fyrir einstaklingseinkennum þeirra,“ sagði Knowles.

Í dag á Beyoncé glæstan feril að baki og slær hvert metið á fætur öðru í tónlist. Fyrir ári síðan hlaut söngkonan sín 32. Grammy-verðlaun en enginn í sögunni hefur unnið verðlaunin jafn oft og hún.

Page Six

Söngkonan Beyonce full sjálfstrausts með Grammy-verðlaunin en hún hefur líka …
Söngkonan Beyonce full sjálfstrausts með Grammy-verðlaunin en hún hefur líka yfirstigið erfiðleika og er mannleg, alveg eins og við hin. AFP
mbl.is