„Alvarleg ógn við friðinn“

Norður-Kórea | 30. maí 2024

„Alvarleg ógn við friðinn“

Norður-Kóreumenn skutu fyrr í kvöld um tíu skammdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Lentu flaugarnar í hafinu austan við Kóreuskagann. 

„Alvarleg ógn við friðinn“

Norður-Kórea | 30. maí 2024

Fólk í Seúl fylgdist með fréttum af tilraunaskotinu fyrr í …
Fólk í Seúl fylgdist með fréttum af tilraunaskotinu fyrr í kvöld. AFP/Anthony Wallace

Norður-Kóreumenn skutu fyrr í kvöld um tíu skammdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Lentu flaugarnar í hafinu austan við Kóreuskagann. 

Norður-Kóreumenn skutu fyrr í kvöld um tíu skammdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Lentu flaugarnar í hafinu austan við Kóreuskagann. 

Herráð suðurkóreska hersins sagði að eldflaugarnar hefðu flogið um 350 kílómetra áður en þær lentu í sjónum, og að herinn væri að meta upplýsingarnar ásamt Bandaríkjamönnum og Japönum. 

Þá sagði að tilraunaskotið hefði verið ögrun og „alvarleg ógn við frið og stöðugleika á Kóreuskaganum“. 

Fyrr um daginn sendu Norður-Kóreumenn loftbelgi með rusli, klósettpappír og dýraskít yfir landamærin, og hét Kim Yo-jong, systir einræðisherrans Kim Jong-un, því að fleiri slíkir belgir yrðu sendir á næstunni. 

mbl.is