Spennan vex og kjördagur nálgast óðum en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill.
Spennan vex og kjördagur nálgast óðum en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill.
Spennan vex og kjördagur nálgast óðum en á laugardaginn 1. júní næstkomandi munu Íslendingar kjósa sér nýja forseta. Það má fastlega búast því að haldin verði ófáa kosningakaffiboðin og margir munu gera sér glaðan dag og bjóða í kosningapartí og grill.
Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er næsti viðmælandi matarvefsins sem ætlar að svara nokkrum laufléttum spurningum um dagskrá sína á kjördag. Berglind þykir með skemmtilegustu manneskjum landsins og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er löngu búin að undirbúa stóran daginn og ákveða hvað hún ætlar að kjósa og hlakkar til að klæða sig í spariskó í tilefni dagsins. Hún vonast líka eftir að íslenska kleinan verði á kosningahlaðborðum forsetaframbjóðendanna og upprúlluð pönnukaka með sykri.
Ætlar þú að mæta í kosningakaffi á kjördag?
„Listahátíð í Reykjavík hefst á kjördag svo dagurinn fer að mestu leyti í að sjá stórkostlega viðburði um allan bæ, vonandi verður boðið upp á kaffi á einhverjum þeirra. Ég er fyrir löngu búin að ákveða hvern ég ætla að kjósa og hlakka til að klæða mig í spariskó og eiga hátíðlegan kjördag,“ segir Berglind með bros á vör.
Hvað finnst þér mest heillandi á kosningakaffihlaðborðið?
„Íslenska kleinan eða upprúlluð pönnukaka með sykri, og flest svona sem er hægt að borða án þess að nota disk. Ég hef engan tíma til að nota disk á kjördag.“
Ertu búin að ákveða matseðilinn fyrir kvöldverðinn á kjördag?
„Mér er boðið í matarboð hjá miklum matgæðingum um kvöldið svo ég þarf ekkert að hugsa um það, sem er æðislegt. Ég bauðst til að koma með forrétt svo ég mæti líklegast með glænýjan burrata-ost sem mér áskotnaðist hjá ostsalanum mínum fyrr í vikunni. Kjördagur er dagur ostsins.“
Á að mæta í kosningapartí?
„Já, ég læt að sjálfsögðu sjá mig í öllum flottustu kosningapartíunum, eins og alltaf,“ segir Berglind að lokum sem er að missa sig yfir kjördeginum og bíður spennt.