GDRN hitar upp fyrir Sisters Sledge

Talandi um tónlist! | 30. maí 2024

GDRN hitar upp fyrir Sisters Sledge

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hitar upp fyrir  heimsfrægu hljómsveitina Sisters Sledge í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gaypride-hátíðina í ár.

GDRN hitar upp fyrir Sisters Sledge

Talandi um tónlist! | 30. maí 2024

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters …
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters Sledge. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hitar upp fyrir  heimsfrægu hljómsveitina Sisters Sledge í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gaypride-hátíðina í ár.

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, hitar upp fyrir  heimsfrægu hljómsveitina Sisters Sledge í Eldborg föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gaypride-hátíðina í ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Sena Live.

Aðalsöngkona hljómsveitarinnar og diskó-drottningin Kathy Sledge kemur fram ásamt dönsurum, bakröddum og hljómsveit. Sisters Sledge var stofnuð af systrunum Debbie, Joni, Kim og Kathy Sledge árið 1971 en þær skutust upp á stjörnuhimininn á hátindi diskótímabilsins. Eflaust muna margir eftir að hafa tekið fjörug dansspor á diskóteki þegar risasmellir voru spilaðir á borð við We Are Family, He's the Greatest Dancer og Thinking of You.

Á sínum stutta en tilkomumikla ferli hefur Guðrún heillað hlustendur upp úr skónum með sinni einstöku rödd. Hún stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf með útgáfu sinni á laginu Lætur mig en síðan þá hefur hún gefið út þrjár plötur. Einnig hefur hún spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum Íslands og unnið til fjölmargra verðlauna.

mbl.is