Harry og Meghan léku viljandi á fjölmiðla

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2024

Harry og Meghan léku viljandi á fjölmiðla

Harry og Meghan blekktu viljandi fjölmiðla um fæðingu frumburðarins Archie árið 2019. Ljósmyndari segir að það hafi verið hörmung.

Harry og Meghan léku viljandi á fjölmiðla

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2024

Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019.
Harry og Meghan með nýfæddan son sinn árið 2019. AFP

Harry og Meghan blekktu viljandi fjölmiðla um fæðingu frumburðarins Archie árið 2019. Ljósmyndari segir að það hafi verið hörmung.

Harry og Meghan blekktu viljandi fjölmiðla um fæðingu frumburðarins Archie árið 2019. Ljósmyndari segir að það hafi verið hörmung.

Harry og Meghan vildu ekki að fjölmiðlar vissu neitt um fæðingu sonarins og brutu þar með hefðina um að stilla sér upp fyrir mynd á tröppum spítalans með barnið í fanginu.

Arthur Edwards ljósmyndari fer hörðum orðum um þessa ákvörðun hjónanna og hvernig þau reyndu að stýra atburðarrásinni. 

„Þegar barnið fæddist, það var enn ein hörmungin. Ég vissi að við myndum ekki fá mynd af Archie. Allir voru að vonast eftir myndum. Okkur var sagt að fæðingin hefði farið af stað um klukkan tvö nema þá var barnið löngu fætt. Okkur var sagt að um heimafæðingu væri að ræða þegar þau voru í rauninni upp á spítala. Þetta var allt gert eftir þeirra hentugleik,“ segir Edwards í viðtali við Royal Exclusive Show og bendir um leið á það að Vilhjálmur og Katrín léku ekki svona leiki við fjölmiðla.

Meghan hefur áður útskýrt afhverju hún vildi ekki birtast á mynd á spítalatröppum. 

„Það var mikill þrýstingur. Ég hafði haft miklar áhyggjur af því að þurfa að fara í keisaraskurð þar sem ég er í eldri kanntinum. Ég átti í góðu sambandi við lækninn minn sem ég treysti vel á meðgöngunni. Tröppurnar eru við Lindo-álmu St Marys spítala en ég var á Portland spítalanum. Það hefði þurft að loka götum og það hefði skapað öryggishættu. Höllin lagði því til að myndatakan færi fram í Windsor kastalanum,“ sagði Meghan í Netflix-þáttunum um sig og Harry.

mbl.is